Spaghettíhamborgari er nýjasta æðið

Hamborgari með djúpsteiktu spaghettí er það heitasta í dag.
Hamborgari með djúpsteiktu spaghettí er það heitasta í dag. mbl.is/Honest Burgers

Þetta er eng­in lyga­saga! Það eru til djúp­steikt­ir spaghettí­ham­borg­ar­ar þarna úti sem fólk sæk­ir í af mikl­um áhuga.

Veit­ingastaður­inn Ho­nest Burgers í London hef­ur gefið út djúp­steikt­an spaghettí­borg­ara í sam­vinnu við past­astaðinn Pastaio. Ham­borg­ar­an­um fylg­ir hun­angs-mæjó og reykt­ur mozzar­ella­ost­ur sem þykir ein­stak­lega ljúf­fengt með borg­ar­an­um. Djúp­steikta spaghettíið er sett á hann í lok­in og set­ur punkt­inn yfir i-ið.

Spaghettíið er glút­en­frítt og er í fyrstu soðið, því næst kælt og svo djúp­steikt. Eft­ir það er það sett á milli, hjá mozzar­ella­ost­in­um og mæj­ónes­inu. Og þeir sem hafa smakkað segja bragðið engu líkt – spaghettíið sé stökkt og geri borg­ar­ann sér­stak­an. Nokkr­ir ít­alsk­ir pastaaðdá­end­ur þarna úti hafa gefið borg­ar­an­um fullt hús stiga, en djúp­steikt pasta er þekkt víðsveg­ar um Ítal­íu.

Þetta er alls ekki hamborgari fyrir þá sem teja kalóríur.
Þetta er alls ekki ham­borg­ari fyr­ir þá sem teja kalórí­ur. mbl.is/​Ho­nest Burgers
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert