Maltersers bitar á 15 mínútum

Maltesers bitar sem taka rétt um korter í framreið.
Maltesers bitar sem taka rétt um korter í framreið. mbl.is/ Allison Abernethy

Sem betur fer þarf bakstur ekki að vera erfiður og við þurfum ekki mikið af hráefnum til að framleiða eitthvað ljúffengt í eldhúsinu. Hér eru Maltesers-bitar sem þú hristir fram á korteri!

Maltesers-bitar á 15 mínútum

  • 100 g smjör
  • 200 g mjólkursúkkulaði
  • 3 msk síróp
  • 225 g digestivekex
  • 204 g Maltesers
  • 175 g hvítt súkkulaði

Aðferð:

  1. Bræðið smjör, mjólkursúkkulaði og síróp á pönnu á meðalhita í nokkrar mínútur þar til mjúkt.
  2. Myljið kexið niður í matvinnsluvél eða poka.
  3. Setjið súkkulaði-smjörblönduna í skál saman við kexið. Bætið Maltesers-kúlunum saman við (skiljið nokkrar eftir til skrauts) og blandið vel saman.
  4. Setjið blönduna í 20 cm fat og þrýstið vel út í hliðarnar.
  5. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir Maltesers-kexblönduna. Myljið Maltesers-kúlur yfir og setjið inn í ísskáp í þrjá tíma. Takið þá út og skerið í bita.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka