Það er ekkert annað í stöðunni en að gera vel við sig á þessum óvissutímum. Og þá er fljótlegur bröns alltaf vinsæll hjá fjölskyldunni. Hér býður Hildur Rut okkur upp á bláberjapönnukökur og eggjasalat með cheddar osti.
Bragðgóður bröns frá Hildi Rut
Bláberjapönnukökur
- 1 pönnukökumix frá Kötlu
- 4 dl mjólk
- 1 tsk vanilludropar
- 1 dl bláber, skorin í minni bita
Eggjasalat með cheddar osti
- 4 medium soðin egg
- 1 dl rifinn cheddar ostur
- Salt og pipar
- Fersk steinselja
Aðferð:
Bláberjapönnukökur
- Byrjið á því að skera bláberin í minni bita.
- Blandið pönnukökumixinu, mjólk og vanilludropum saman í skál.
- Blandið bláberjunum saman við í lokin.
- Steikið pönnukökurnar á pönnu samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu. Ég hef þær frekar stórar.
- Gott að bera fram með smjör, sírópi, ferskum ávöxtum og berjum.
Eggjasalat með cheddar osti
- Sjóðið eggin þar til þau verða miðlungs soðin og rauðan er aðeins blaut.
- Takið skurnina af eggjunum og skerið þau í bita á meðan þau eru ennþá heit. Það er mikilvægt að þau séu heit svo að osturinn bráðni.
- Hrærið cheddar ostinum saman við eggin og saltið og piprið. Toppið svo með steinselju.
- Gott að bera fram með hrökkbrauði og ristuðu súrdeigsbrauði.
Fjölskyldan mun elska þennan bröns.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir