Svona færðu mest út úr borðstofunni

Borðstofan er rýmið þar sem fjölskylda og vinir koma saman …
Borðstofan er rýmið þar sem fjölskylda og vinir koma saman á góðum stundum. mbl.is/Ikea

Það eru marg­ar góðar ástæður fyr­ir því að gefa sér aðeins meiri tíma í að inn­rétta borðstof­una. Því það er hér sem að fjöl­skyld­an og vin­ir, eyða mikl­um tíma sam­an.

Borðstof­an þarf fyrst og fremst að vera praktísk, en stof­an er svo miklu meira en það. Til dæm­is, með því að mála einn vegg í lit eða velja borðstofu­ljós sem vek­ur at­hygli – þá ertu strax bú­inn að breyta rým­inu.

Svona er best að byrja á verk­efn­inu:

  • Byrjaðu á því að ákveða hvaða hús­gögn, smá­dót og annað til­heyr­andi sem nú þegar er í borðstof­unni, má alls ekki skipta út. Gerðu lista.
  • Skoðaðu gól­f­efnið, loftið og veggi – er eitt­hvað hér sem þú vilt breyta? Er kom­inn tími á að mála eða skella stórri mottu á slitið gólfið?
  • Taktu út smá­dót, plönt­ur og annað sem trufl­ar heild­ar­út­litið sem þú sæk­ist eft­ir.
  • Veltu eina „hetju“ í rýmið – það gæti verið nýtt borðstofu­borð, ljós, handof­in motta eða fal­legt mál­verk. Inn­réttaðu svo rest­ina af rým­inu út frá „hetj­unni“.
mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert