Svona færðu graskerið til að endast lengur

Ætlar þú að skera út grasker í ár? Þá þarftu …
Ætlar þú að skera út grasker í ár? Þá þarftu að kynna þér þetta trix hér fyrir neðan. mbl.is/Colourbox

31. októ­ber er dag­ur­inn sem haldið er upp á hrekkja­vök­una – ógn­vekj­andi stund fyr­ir mörg börn og barns­leg­ar sál­ir  þar sem lát­inna er minnst og sæl­gæti svíf­ur í loft­um.

Ef þú sérð fyr­ir þér að skera út grasker í til­efni hrekkja­vök­unn­ar veistu vænt­an­lega að mesta vanda­málið er hversu fljótt það byrj­ar að rotna. Og öll sú vinna sem farið hef­ur í að skera graskerið út end­ist því miður ekki lengi.

Ein­falt trix til að lengja líf­tím­ann út haustið er að pensla graskerið að inn­an með Atamon sem hindr­ar myglu- og sveppa­vöxt. Annað ráð er að smyrja það að inn­an með vasel­íni, sem mynd­ar hálf­gerða filmu utan um graskerið og ver það gegn þurrk­un og myglu. Eins halda sum­ir því fram að olía eða kó­kosol­ía geri krafta­verk. Þetta get­ur verið pínu maus í fram­kvæmd, en er vel þess virði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert