Út með það gamla og inn með það nýja! Coca-Cola kynnti nýverið að þeir munu hætta að framleiða fyrsta „megrunar“ drykkinn þeirra – TaB.
Gosdrykkurinn sem ruddi brautina fyrir Diet Coke og kom fyrst á markað árið 1963, mun hætta í framleiðslu. Drykkurinn var upphaflega markaðssettur fyrir konur sem vildu léttast og innihélt engar kalóríur. TaB hefur því verið á markaði í næstum 60 ár og var án efa fyrirmynd Diet Coke og Coce Zero Sugar.
Fyrir þá sem ekki vita það stendur TaB fyrir Thin and bautiful - eða Grönn og glæsileg ef því væri snarað upp á okkar ylhýra.
Drykkurinn verður tekinn af markaði frá og með 31. desember nk.