Jólagjöf fyrir bjórbelgi

Bjór í svefnpoka er alls ekki svo galin hugmynd. Eða …
Bjór í svefnpoka er alls ekki svo galin hugmynd. Eða hvað? Mbl.is/uncommongoods.com

Það eru ef­laust ein­hverj­ir út­sjón­ar­sam­ir ein­stak­ling­ar farn­ir að huga að jóla­gjöf­un­um, en hér er snilld­ar­hug­mynd til að gefa þeim sem elska góðan öl.

Við erum að tala um svefn­poka í smækkaðri út­gáfu þar sem bjór­inn helst kald­ur – og mjúk­ur svefn­pok­inn sér til þess að flask­an verði ekki fyr­ir hnjaski.

Svefn­pok­inn er gerður úr mjúku nælonefni að utan og fóðraður með málm­efni að inn­an sem hjálp­ar drykkn­um að hald­ast köld­um. Mesta snilld­in er þó sú að auðvelt er að taka bjór­inn með í ferðalög – því á svefn­pok­an­um er lít­il krækja til að festa í tösk­ur eða bak­poka. Þar fyr­ir utan er lítið hak til að opna flösk­una. Hér er sann­ar­lega hugsað fyr­ir öllu! 

Fyr­ir áhuga­sama, þá má kaupa vör­una HÉR. Á vefsíðunni má einnig finna björg­un­ar­vesti, veiðivesti og dúnjakka fyr­ir dósa­bjór.

Það er einnig hægt að fá smartan dúnjakka á dósabjór.
Það er einnig hægt að fá smart­an dúnjakka á dósa­bjór. Mbl.is/​uncomm­ong­oods.com
Björgunarvesti í tveimur líflegum litum.
Björg­un­ar­vesti í tveim­ur líf­leg­um lit­um. Mbl.is/​uncomm­ong­oods.com
Veiðivesti gæti verið flott gjöf fyrir veiðimanninn.
Veiðivesti gæti verið flott gjöf fyr­ir veiðimann­inn. Mbl.is/​uncomm­ong­oods.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert