Pylsusamloka sem mun breyta lífi þínu

Löðrandi pylsusamloka sem mun bræða í þér bragðlaukana.
Löðrandi pylsusamloka sem mun bræða í þér bragðlaukana. mbl.is/Ethan Calabrese

Ein svaðal­eg­asta sam­loka síðari ára er hér á borðum – pylsu­sam­loka með haug af chedd­ar-osti. Fyr­ir þá sem vilja gera rétt­inn meira „fansí“ mæl­um við með að bæta við kara­melluðum lauk eða sviss­nesk­um osti.

Pylsusamloka sem mun breyta lífi þínu

Vista Prenta

Pylsu­sam­loka sem mun breyta lífi þínu

  • 4 pylsu­brauð
  • 2 msk. mjúkt smjör
  • ¼ tsk. hvít­lauks­duft
  • ¼ tsk. lauk­duft
  • 4 pyls­ur, skorn­ar langs­um – en passið að skera þær ekki al­veg í gegn.
  • 3 boll­ar chedd­ar-ost­ur.
  • 4 vor­lauk­ar, skorn­ir

Aðferð:

  1. Fletjið brauðið með bök­un­ar­k­efli. Blandið sam­an í skál, smjöri og krydd­um og penslið brauðin að utan.
  2. Hitið pönnu á meðal­hita, steikið pyls­urn­ar í tvær mín­út­ur á hvorri hlið og takið til hliðar.
  3. Leggið pylsu­brauðin með smjörsm­urðu hliðina niður á við og setjið hálf­an bolla af chedd­ar-osti á „þurru“ hliðina. Leggið því næst pylsu ofan á brauðið, smá­veg­is meira af chedd­ar-osti og ¼ bolla af söxuðum vor­lauk.
  4. Setjið lok á pönn­una og leyfið ost­in­um að bráðna. Notið þá spaða til að loka brauðinu. End­ur­takið með all­ar hinar pyls­urn­ar.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert