Ein svaðalegasta samloka síðari ára er hér á borðum – pylsusamloka með haug af cheddar-osti. Fyrir þá sem vilja gera réttinn meira „fansí“ mælum við með að bæta við karamelluðum lauk eða svissneskum osti.
Pylsusamloka sem mun breyta lífi þínu
Pylsusamloka sem mun breyta lífi þínu
- 4 pylsubrauð
- 2 msk. mjúkt smjör
- ¼ tsk. hvítlauksduft
- ¼ tsk. laukduft
- 4 pylsur, skornar langsum – en passið að skera þær ekki alveg í gegn.
- 3 bollar cheddar-ostur.
- 4 vorlaukar, skornir
Aðferð:
- Fletjið brauðið með bökunarkefli. Blandið saman í skál, smjöri og kryddum og penslið brauðin að utan.
- Hitið pönnu á meðalhita, steikið pylsurnar í tvær mínútur á hvorri hlið og takið til hliðar.
- Leggið pylsubrauðin með smjörsmurðu hliðina niður á við og setjið hálfan bolla af cheddar-osti á „þurru“ hliðina. Leggið því næst pylsu ofan á brauðið, smávegis meira af cheddar-osti og ¼ bolla af söxuðum vorlauk.
- Setjið lok á pönnuna og leyfið ostinum að bráðna. Notið þá spaða til að loka brauðinu. Endurtakið með allar hinar pylsurnar.