Jólagjöfin fyrir útilegufólkið

Hvað erum við að sjá hérna? Veiðistöng fyr­ir let­ingja eða fyr­ir al­gjöra snill­inga? Sumt er ein­fald­lega svo furðulegt að það verður hrein­asta snilld – og þessi veiðistöng fell­ur ef­laust í síðar­nefnda flokk­inn.

Hér erum við með einskon­ar veiðistöng sem þjón­ar tvenns­kon­ar til­gangi, eða að grilla pulsu og syk­ur­púða með einni og sömu græj­unni á sama tíma. Veiðistöng­in er fram­leidd úr duft­húðuðu stáli og með þægi­legu viðar­hand­fangi. Varðeld­ur og kósí­heit breyt­ast í bragðgóða stemn­ingu með þess­ari græju sem held­ur fingr­un­um í ör­uggri fjar­lægð frá eld­in­um þegar grillað er. Veiðistöng­in kost­ar um 2.800 krón­ur og fæst HÉR.

Snilldar veiðistöng fyrir sælkerasálir.
Snilld­ar veiðistöng fyr­ir sæl­kera­sál­ir. Mbl.is/​uncomm­ong­oods.com
Með stönginni getur þú grillað pulsu og sykurpúða á einu …
Með stöng­inni get­ur þú grillað pulsu og syk­ur­púða á einu bretti. Mbl.is/​uncomm­ong­oods.com
Mbl.is/​uncomm­ong­oods.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka