Ítölsk eggjakaka með fjórum ostum

Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér er upp­skrift að frittata með fjór­um teg­und­um af osti sem er til­val­in í helgar­bröns­inn. Frittata er ít­ölsk eggjakaka sem er fyrst elduð á pönnu og síðan í ofni. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Hild­ar Rut­ar.

Ítölsk eggjakaka með fjórum ostum

Vista Prenta

Yndis­auk­andi ostaf­rittata (fyr­ir 4-6)

  • 6 egg
  • 250 ml rjómi
  • 1 dl rif­inn par­mesanost­ur
  • salt og pip­ar
  • cayenn­ep­ip­ar
  • 1 tsk. olía (olífu­olía eða avóka­dóol­ía)
  • 20 g smjör
  • 2 dl rif­inn chedd­arost­ur
  • 1 dl kota­sæla
  • 1 dl rif­inn mozzar­ella­ost­ur
  • 1 msk. stein­selja

Aðferð:

  1. Hrærið egg, rjóma, par­mes­an, cayenn­ep­ip­ar, salt og pip­ar sam­an.
  2. Hitið olíu og smjör  á 20-25 cm pönnu sem má fara inn í ofn og stillið á væg­an hita. Bræðið smjör og olíu á pönn­unni.
  3. Hellið síðan eggja­blönd­unni á pönn­una og látið malla í 5-7 mín­út­ur.
  4. Dreifið því næst chedd­arosti, kota­sælu og mozzar­ella yfir blönd­una og eldið í 12 mín­út­ur.
  5. Dreifið stein­selj­unni yfir og bakið inni í ofni í 10 mín­út­ur við 180°C. Toppið með rifn­um par­mesanosti. Berið fram með fersku sal­ati.
Girnileg frittata með fjórum ostum! Fullkomið í helgarbrönsinn.
Girni­leg frittata með fjór­um ost­um! Full­komið í helgar­bröns­inn. Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert