Tilkynntu um óléttuna með graskeri

Graskerið sem sló í gegn á hrekkjavökunni - þegar par …
Graskerið sem sló í gegn á hrekkjavökunni - þegar par tilkynnti að þau ættu von á ððru barni. Mbl.is/ Katie Wilson / SWNS.COM

Það er ekki allt drauga­legt og hryll­ing­ur við hrekkja­vöku­hátíðina – því sum­ir hafa gengið skref­inu lengra og fagnað góðum frétt­um með graskeri.

Þegar Katie Wil­son upp­götvaði að hún væri ólétt vildu hún og maður­inn henn­ar koma fjöl­skyld­unni á óvart og til­kynna frétt­irn­ar á öðru­vísi máta. Þau vissu jafn­framt að þau gætu ekki sagt öll­um per­sónu­lega frá frétt­un­um vegna tak­mark­ana út af Covid. Því var ákveðið að fá lista­mann til að skera út lítið fóst­ur í grasker. Síðan fengu þau tveggja ára gaml­an son sinn til að fara í bún­ing og sitja ofan á grasker­inu – þá myndi fólk halda að um krútt­lega hrekkja­vöku­mynd væri að ræða, en þegar bet­ur var að gáð var þetta lúmsk til­kynn­ing. Katie sagði í sam­tali að viðbrögðin hefðu verið gíf­ur­leg frá fjöl­skyld­unni og vel þess virði.

Listamaður­inn sem skar út graskerið seg­ist aldrei hafa fengið eins fal­lega og sér­staka bón áður og hafi elskað ferlið í kring­um það.

Stóri bróðurinn sem er tveggja ára, var látinn sitja fyrir …
Stóri bróður­inn sem er tveggja ára, var lát­inn sitja fyr­ir á mynd sem blekkti marga um stund. Mbl.is/ Katie Wil­son / SWNS.COM
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka