Ætlar að borða kebab í heilan mánuð

Des Breakey ætlar sér að borða 60 kebab skammta á …
Des Breakey ætlar sér að borða 60 kebab skammta á einum mánuði til góðgerðamála. Mbl.is/Anthony Moss/MEN

Keba­bá­hugamaður­inn Des Brea­key frá Manchester ætl­ar að borða 60 skammta af kebab á ein­um mánuði í góðgerðarskyni fyr­ir 10 ára dótt­ur sína sem berst við sjald­gæf­an sjúk­dóm.

All­ur ágóðinn mun renna til Ner­ve Tu­mors UK, en Des Brea­key von­ast til að ná 1.000 pund­um fyr­ir sam­tök­in sem eru hans hjart­ans mál. Des er óhrædd­ur við að tak­ast á við áskor­un­ina, enda borðar hann meira kebab en flest­ir sem hann þekk­ir og hef­ur alla tíð gert. Þegar hann áttaði sig á því að hafa óvart borðað 39 keba­bskammta á 28 daga tíma­bili hvöttu fé­lag­ar hans hann til að ganga enn lengra. Þá hugsaði hann með sér að ef út í það færi væri allt eins hægt að gera það í góðgerðarskyni.

Des seg­ist ekki vita hversu marg­ar kal­orí­ur hann muni inn­byrða þenn­an mánuð sem áskor­un­in stend­ur yfir, en hann hef­ur ekki mikl­ar áhyggj­ur af af­leiðing­un­um – enda allt gert fyr­ir verðugt mál­efni.

Mbl.is/​Ant­hony Moss/​MEN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka