Elenora komin í annað sæti metsölulistans

Það ger­ist ekki oft að mat­reiðslu­bók vermi efstu sæti met­sölu­lista Ey­mund­son en hin 19 ára gamla Elen­ora Rós sit­ur nú í öðru sæti list­ans  beint á eft­ir sjálf­um Arn­aldi.

Þetta eru góðar frétt­ir fyr­ir mat­gæðinga lands­ins og áhuga­bak­ara því bók­in hef­ur fengið fá­dæma viðtök­ur og ljóst að lands­menn eru ánægðir með Elen­oru.

Að sögn Maríu John­son hjá Eddu út­gáfu er fyrsta upp­lag bók­ar­inn­ar óðum að selj­ast upp og von á næsta upp­lagi síðar í mánuðinum en viðtök­urn­ar hafa verið fram­ar björt­ustu von­um.

„Hún Elen­ora er bara svo ein­stök. Mörg­um þótti djarft að gefa út bók með 19 ára bak­ara­nema en við féll­um fyr­ir henni og höfðum trú á henni. Það er ljóst að við erum ekki þau einu og við ósk­um Elen­oru inni­lega til ham­ingju með ár­ang­ur­inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert