Súkkulaðifondant er í raun súkkulaðikaka með fljótandi súkkulaði í miðjunni. Þegar þú setur skeiðina í kökuna flýtur súkkulaðið um alla kanta. Hér er uppskrift frá danska sjónvarspkokkinum Claus Meyers sem kallar uppskriftina „Næstum því bökuð súkkulaðikaka“ og má finna í uppskriftabókinni hans – Chokolade.
Næstum því bökuð súkkulaðikaka (fyrir 4)
- 100 g dökkt súkkulaði, 70%
- 90 g smjör
- 3 meðalstór egg
- 120 g sykur
- kornin úr ½ vanillustöng
- 40 g hveiti
- 4 form eða álhringir, um 8 cm í þvermál.
Aðferð:
- Saxið súkkulaðið smátt og setjið í skál.
- Bræðið smjörið í potti og takið því næst af hitanum. Setjið súkkulaðið saman við smjörið og hrærið með sleif þar til það hefur bráðnað.
- Pískið egg, sykur og vanillukorn þar til ljóst og loftkennt. Bætið súkkulaðiblöndunni saman við og pískið. Sigtið hveitið út í blönduna og veltið því saman við.
- Smyrjið formin með smjöri eða leggið bökunarpappír í formin og smyrjið. Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu. Hellið deiginu jafnt í formin og setjið inn í frysti í klukkutíma.
- Hitið ofninn í 200° á blæstri.
- Bakið kökurnar beint úr frysti í 8-10 mínútur, þannig verður miðjan ljúffeng og fljótandi þegar þú tekur kökurnar úr ofninum.
- Njótið strax með vanilluís eða nýþeyttum rjóma.