Næstum því bökuð súkkulaðikaka

Þessi uppskrift getur ekki klikkað!
Þessi uppskrift getur ekki klikkað! mbl.is/pinterest_idenyt

Súkkulaðifond­ant er í raun súkkulaðikaka með fljót­andi súkkulaði í miðjunni. Þegar þú set­ur skeiðina í kök­una flýt­ur súkkulaðið um alla kanta. Hér er upp­skrift frá danska sjón­var­spkokk­in­um Claus Meyers sem kall­ar upp­skrift­ina „Næst­um því bökuð súkkulaðikaka“ og má finna í upp­skrifta­bók­inni hans – Cho­kola­de.

Næstum því bökuð súkkulaðikaka

Vista Prenta

Næst­um því bökuð súkkulaðikaka (fyr­ir 4)

  • 100 g dökkt súkkulaði, 70%
  • 90 g smjör
  • 3 meðal­stór egg
  • 120 g syk­ur
  • korn­in úr ½ vanillu­stöng
  • 40 g hveiti
  • 4 form eða ál­hring­ir, um 8 cm í þver­mál.

Aðferð:

  1. Saxið súkkulaðið smátt og setjið í skál.
  2. Bræðið smjörið í potti og takið því næst af hit­an­um. Setjið súkkulaðið sam­an við smjörið og hrærið með sleif þar til það hef­ur bráðnað.
  3. Pískið egg, syk­ur og vanillu­korn þar til ljóst og loft­kennt. Bætið súkkulaðiblönd­unni sam­an við og pískið. Sigtið hveitið út í blönd­una og veltið því sam­an við.
  4. Smyrjið formin með smjöri eða leggið bök­un­ar­papp­ír í formin og smyrjið. Setjið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu. Hellið deig­inu jafnt í formin og setjið inn í frysti í klukku­tíma.
  5. Hitið ofn­inn í 200° á blæstri.
  6. Bakið kök­urn­ar beint úr frysti í 8-10 mín­út­ur, þannig verður miðjan ljúf­feng og fljót­andi þegar þú tek­ur kök­urn­ar úr ofn­in­um.
  7. Njótið strax með vanilluís eða nýþeytt­um rjóma.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert