Einföld afmæliskaka með karamellukremi

Einföld uppskrift að súkkulaðiköku með karamellukremi.
Einföld uppskrift að súkkulaðiköku með karamellukremi. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Við elsk­um ein­fald­ar köku­upp­skrift­ir sem tek­ur ekki all­an heims­ins tíma að und­ir­búa fyr­ir veislu dags­ins. Hér er ein skot­held súkkulaðikaka með kara­mellukremi frá Hildi Rut.

Einföld afmæliskaka með karamellukremi

Vista Prenta

Ein­föld af­mæliskaka með kara­mellukremi

  • Til­búið súkkulaðikökumix frá Kötlu
  • 3 egg
  • 80 ml ólífu­olía
  • 275 ml kalt vatn

Krem

  • 150 g ljós­ar kara­mell­ur
  • 5-6 msk rjómi
  • 300 g smjör við stofu­hita
  • 500 g flór­syk­ur frá Kötlu

Aðferð:

  1. Hellið vatni og olíu í skál, síðan inni­haldi pakk­ans og eggj­um. Hrærið á meðal­hraða í 2 mín­út­ur.
  2. Hitið ofn­inn í 180°C. Dreifið deig­inu í tvö vel smurð köku­form (ég notaði 20 cm smellu­form). Bakið í 18-20 mín­út­ur. Kælið kök­una og smyrjið krem­inu á hana þegar hún er orðin köld.

Krem

  1. Byrjið á því að bræða kara­mell­ur og rjóma og kælið. Bætið meiri rjóma sam­an við ef ykk­ur finnst bland­an of þykk.
  2. Þeytið smjörið. Ég nota hræri­vél en líka hægt að nota handþeyt­ara.
  3. Bætið flór­sykr­in­um sam­an við og hrærið þar til bland­an verður ljós og létt.
  4. Hellið kara­mellusós­unni út í og hrærið sam­an við.
  5. Smyrjið kremið á kök­una og skreytið eft­ir smekk.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert