Við elskum einfaldar kökuuppskriftir sem tekur ekki allan heimsins tíma að undirbúa fyrir veislu dagsins. Hér er ein skotheld súkkulaðikaka með karamellukremi frá Hildi Rut.
Einföld afmæliskaka með karamellukremi
Einföld afmæliskaka með karamellukremi
- Tilbúið súkkulaðikökumix frá Kötlu
- 3 egg
- 80 ml ólífuolía
- 275 ml kalt vatn
Krem
- 150 g ljósar karamellur
- 5-6 msk rjómi
- 300 g smjör við stofuhita
- 500 g flórsykur frá Kötlu
Aðferð:
- Hellið vatni og olíu í skál, síðan innihaldi pakkans og eggjum. Hrærið á meðalhraða í 2 mínútur.
- Hitið ofninn í 180°C. Dreifið deiginu í tvö vel smurð kökuform (ég notaði 20 cm smelluform). Bakið í 18-20 mínútur. Kælið kökuna og smyrjið kreminu á hana þegar hún er orðin köld.
Krem
- Byrjið á því að bræða karamellur og rjóma og kælið. Bætið meiri rjóma saman við ef ykkur finnst blandan of þykk.
- Þeytið smjörið. Ég nota hrærivél en líka hægt að nota handþeytara.
- Bætið flórsykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður ljós og létt.
- Hellið karamellusósunni út í og hrærið saman við.
- Smyrjið kremið á kökuna og skreytið eftir smekk.
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir