Kjötbollur með chilitómatsósu og rjómaosti

Ljósmynd/Helena Gunnars.

Það er eng­in önn­ur en Helena Gunn­ars­dótt­ir sem á þessa upp­skrift sem er sneisa­full af osti og öðru gúm­melaði. Upp­skrift sem þið eig­in­lega verðið að prófa enda pass­ar hún ein­stak­lega vel þegar ykk­ur lang­ar í bragðgóða og seðjandi sæl­ker­a­upp­skrift í kvöld­mat.

„Ég er mjög spennt að deila með ykk­ur þess­ari upp­skrift sem sló í gegn á heim­il­inu. Sterk og bragðmik­il tóm­atsós­an smellpass­ar við kjöt­boll­urn­ar og silkimjúk­an rjóma­ost­inn. Frá­bært að bera fram með ristuðu súr­deigs­brauði eða pasta,“ seg­ir Helena um upp­skrift­ina.

Kjöt­boll­ur með chili­tóm­atsósu og rjóma­osti

Vista Prenta

Kjöt­boll­ur með chili­tóm­atsósu og rjóma­osti

Kjöt­boll­ur:

  • 2 dl brauðrasp­ur
  • 1 dl mjólk
  • 600 g hreint nauta­hakk
  • 2 dl rif­inn par­mes­an eða Goðdala-Feyk­ir
  • 1 msk. þurrkuð eða fersk stein­selja
  • 2 stk. pressuð hvít­lauksrif
  • 2 tsk. sjáv­ar­salt
  • 1 tsk. svart­ur nýmalaður pip­ar
  • 1 stk. egg

Sósa:

  • 2 msk. smjör
  • 1 stk. rauðlauk­ur, smátt saxaður
  • 2 stk. hvít­lauksrif, smátt söxuð
  • 1⁄2 tsk. þurrkaðar chili­f­lög­ur (meira eða minna eft­ir hversu sterka sósu þið viljið)
  • 1 tsk. garam masala-krydd­blanda
  • 1 tsk. paprikukrydd
  • 2 dós­ir hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 tsk. tóm­at­pa­ste
  • 1 tsk. syk­ur eða önn­ur sæta
  • 150 g hreinn rjóma­ost­ur frá Gott í mat­inn salt og pip­ar

Aðferð.

  1. Ofn hitaður í 200 gráður með blæstri.
  2. Mjólk­inni hellt yfir brauðmol­ana og látið standa í 5 mín­út­ur.
  3. Öllu blandað vel sam­an. Ég set allt í hræri­vél og blanda þannig sam­an.
  4. Boll­ur á stærð við golf­kúl­ur mótaðar úr hakk­inu.
  5. Boll­urn­ar bakaðar í ofni í 20 mín­út­ur eða þar til vel brúnaðar og eldaðar í gegn.
  6. Á meðan boll­urn­ar bak­ast er sós­an gerð.
  7. Lauk­ur, hvít­lauk­ur og chili­f­lög­ur steikt upp úr smjöri.
  8. Kryddað með garam masala og paprikukryddi og steikt aðeins.
  9. Tómöt­um og tóm­at­pa­ste hellt út á og suða lát­in koma upp.
  10. Smakkað til með salti og pip­ar og sætu.
  11. Skref 3
  12. Ofn­inn stillt­ur á grill.
  13. Kjöt­boll­ur sett­ar út í sós­una og dopp­ur af rjóma­osti sett­ar inn á milli.
  14. Smá par­mesanost­ur rif­inn yfir.
  15. Sett und­ir grillið í ofn­in­um og bakað þar til ost­ur­inn bak­ast og verður gull­inn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert