Flottustu aðventukransarnir í ár

Gylltur stjaki úr Karen Blixen jólalínunni frá Rosendahl. Stjakinnn er …
Gylltur stjaki úr Karen Blixen jólalínunni frá Rosendahl. Stjakinnn er gullhúðaður en er fáanlegur í silfurhúð. Fæst í Líf og list. mbl.is/Rosendahl

Aðvent­an nálg­ast óðfluga og þá drög­um við fram aðvent­u­stjak­ann úr geymsl­unni. Nú, ef þú átt ekki einn slík­an eða lang­ar að breyta til – þá gætu þess­ir gefið inn­blást­ur og þeir fást hér á landi. 

Ný og falleg leirskál frá Ferm Living, þar sem pláss …
Ný og fal­leg leir­skál frá Ferm Li­ving, þar sem pláss er fyr­ir jólagóðgæti og fjög­ur kerti. Hægt að hafa uppi all­an árs­ins hring og skreyta eft­ir árstíðum. Fæst í Epal. mbl.is/​Ferm Li­ving
Hér eru engin takmörk sett! Þú raðar Stoff Nagel kertastjökunum …
Hér eru eng­in tak­mörk sett! Þú raðar Stoff Nag­el kerta­stjök­un­um sam­an eft­ir henti­semi, því mögu­leik­arn­ir eru enda­laus­ir. Stjak­arn­ir fást í Casa. mbl.is/​STOFF Nag­el
Marmara kertastjakana frá Fólk Reykjavík má raða saman að vild …
Marm­ara kerta­stjak­ana frá Fólk Reykja­vík má raða sam­an að vild og koma þeir í fjór­um stærðum og lit­um. Þeir sem vilja styrkja ís­lenska hönn­un í ár, ættu að kíkja nán­ar á þessa. Fást í Kokku. mbl.is/​Fólk Reykja­vík
Einfaldur og sérstakur kertastjaki frá finnska framleiðandanum Iittala. Fæst í …
Ein­fald­ur og sér­stak­ur kerta­stjaki frá finnska fram­leiðand­an­um Iittala. Fæst í Iittala búðinni í Kringl­unni. mbl.is/​Iittala
Einfaldur stjaki, handgerður úr smíðajárni frá sænska merkinu Spegels. Virkilega …
Ein­fald­ur stjaki, hand­gerður úr smíðajárni frá sænska merk­inu Speg­els. Virki­lega fal­leg­ur þegar búið er að skreyta hann. Fæst í Seimei. mbl.is/​Speg­els
Ikea lætur ekki sitt eftir liggja með nýjum svörtum stjaka …
Ikea læt­ur ekki sitt eft­ir liggja með nýj­um svört­um stjaka fyr­ir fjög­ur löng kerti. mbl.is/​Ikea
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka