Himneskar kjötbollur með spaghetti

Frábær fjölskylduréttur sem allir munu elska.
Frábær fjölskylduréttur sem allir munu elska. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Hér eru ofn­bakaðar kjöt­boll­ur með spaghetti – sem eru hreint út sagt him­nesk­ar. Full­kom­inn fjöl­skyldu­rétt­ur á hvaða viku­degi sem er, því þessa dag­ana ger­um við vel við okk­ur. Upp­skrift­in kem­ur frá Hildi Rut sem seg­ir rétt­inn vera ekta „com­fort food“.

„Punkt­ur­inn yfir i-ið er að setja pestó með sólþurrkuðum tómöt­um í kjöt­boll­urn­ar. Nammi! Við á heim­il­inu elsk­um svona rétti, sér­stak­lega þegar maður er svona mikið heima. Mér finnst frá­bært að elda ríf­leg­an skammt og eiga í há­deg­is­mat dag­inn eft­ir. Þessi upp­skrift hent­ar vel í tvær máltíðir fyr­ir tvo full­orðna og tvö börn,“ seg­ir Hild­ur Rut.

Himneskar kjötbollur með spaghetti

Vista Prenta

Him­nesk­ar kjöt­boll­ur með spaghetti

  • 800 g nauta­hakk
  • ½ krukka pestó með sólþurrkuðum tómöt­um frá Fil­ippo ber­io
  • 1 dl kota­sæla
  • 1 dl parmigiano reggiano, rif­inn
  • 1 egg
  • 2 hvít­lauksrif
  • 1 tsk óreg­anó
  • salt & pip­ar
  • ólífu­olía
  • Fersk­ur mozzar­ella
  • spaghetti frá De Cecco
  • fersk basilíka

Sósa

  • Hunts-tóm­atsósa í dós
  • 1-2 hvít­lauksrif
  • 1 dl parmigano reggiano
  • 2 msk Phila­delp­hia rjóma­ost­ur
  • salt & pip­ar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að blanda sam­an nauta­hakki, pestó, kota­sælu, parmigiano reggiano, eggi, pressuðu hvít­lauksrifi, óregano, salti og pip­ar í skál. Hnoðið öllu sam­an með hönd­un­um eða notið hræri­vél.
  2. Mótið kjöt­boll­urn­ar með mat­skeið þannig að þær verði all­ar svipaðar að stærð.
  3. Dreifið boll­un­um í eld­fast form klætt með bök­un­ar­papp­ír.
  4. Dreifið ólífu­olíu yfir þær og bakið í 20-25 mín við 190°C, eða þar til boll­urn­ar eru eldaðar í gegn.
  5. Sjóðið spaghetti eft­ir leiðbein­ing­um og út­búið sós­una á meðan kjöt­boll­urn­ar eru að bak­ast.
  6. Sós­an: Hrærið sam­an tóm­atsósu, pressuðu hvít­lauksrifi, parmigiano reggiano, rjóma­osti, salti og pip­ar í potti við væg­an hita.
  7. Dreifið spaghetti í eld­fast mót. Dreifið því næst kjöt­boll­un­um ofan á og hellið sós­unni yfir.
  8. Rífið fersk­an mozzar­ella og dreifið yfir og bakið í ofni í 5-7 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðnaður.
  9. Berið fram með ferskri basiliku og parmigiano reggiano.
mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka