„Endurprentunin að seljast upp í forsölu“

Björn Bragi Arnarson með heitustu spil landsins í höndunum.
Björn Bragi Arnarson með heitustu spil landsins í höndunum.

Maður augna­bliks­ins er uppist­and­ar­inn, þátta­stjórn­and­inn og út­gáfumó­gúll­inn Björn Bragi Arn­ars­son sem er þessa dag­ana að gefa út tvær bæk­ur sem bú­ast má við að eigi eft­ir að selj­ast í bíl­förm­um enda tvær af skær­ustu stjörn­um sam­fé­lags­miðla þar á ferðinni; þær Sól­rún Diego og Linda Ben.

Að auki ber Björn ábyrgð á tveim­ur gríðar­vin­sæl­um spil­um sem lands­menn hafa sleg­ist um en þetta eru að sjálf­sögðu Pöbbk­viss og Krakka­k­viss.

Við feng­um að leggja nokk­ar spurn­ing­ar fyr­ir Björn  sem klikkaði ekki frem­ur en fyrri dag­inn.

---

Nafn?

Björn Bragi Arn­ars­son.


At­vinna?

Uppist­and­ari, sjón­varps­maður og út­gef­andi. Draum­ur­inn var samt alltaf að vinna á víd­eó­leigu og þegar VHS-spól­an kem­ur með comeback sný ég mér að því. 


Jóla­mat­ur­inn?

Það hef­ur verið svo­lítið breyti­legt hvað er í jóla­mat­inn. Ég veit ekk­ert hvað er í vænd­um þessi jól­in. Það er gott að lifa í smá óvissu. 


Upp­á­haldssós­an?

Góð spurn­ing! Ætli það sé ekki brún sósa sem pabbi ger­ir. Ég veit ekk­ert hvað er í henni en ég gæti drukkið svona hálf­an lítra af henni á dag.


Upp­á­halds­hús­verkið?

Þvott­ur­inn. Ég er svaka­leg­ur í að brjóta sam­an hand­klæði. Ann­ars er ég góður í öll­um hús­verk­um. Ég kenndi Sól­rúnu Diego allt sem hún kann. 


En það leiðin­leg­asta?

Að skúra. Ég hef aldrei kom­ist al­menni­lega upp á lagið með það.


Hvað ertu að gera þessa dag­ana?

Und­ir­búa tök­ur á undanúr­slit­um spurn­ingaþátt­ar­ins Kviss og gefa út bæk­ur og spil. Um þessi jól erum við með bæk­ur Sól­rún­ar Diego og Lindu Ben. sem eru báðar ótrú­lega flott­ar. Svo er end­ur­prent­un af spil­un­um Pöbbk­viss og Krakka­k­viss á leiðinni í næstu viku. End­ur­prent­un­in er reynd­ar langt kom­in með að selj­ast upp í for­sölu, sem er ákveðið lúxusvanda­mál.


Af hverju eru spil­in Pöbbk­viss og Krakka­k­viss svona vin­sæl?

Ég held að það sé fyrst og fremst því spurn­ing­arn­ar eru skemmti­leg­ar, nú­tíma­leg­ar og um hluti sem fólk hef­ur áhuga á. Við erum minna í því að spyrja um hluti sem gerðust á 12. öld. Ég elska líka að all­ir geti verið með og það er ekki endi­lega mesti spurn­inganör­d­inn sem vinn­ur.


Er það rétt að þú sért kallaður bóka­hvísl­ar­inn?

Það væri reynd­ar geggjað viður­nefni. 


Hvernig út­skýr­irðu vel­gengn­ina?

Ég vinn við það sem ég hef ástríðu fyr­ir og starfa með skemmti­legu og hæfi­leika­ríku fólki. Ég held að það sé góð upp­skrift að vel­gengni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert