Ostakaka sem bragðast eins og jólin

Ostakaka sem þú verður að borða yfir aðventuna.
Ostakaka sem þú verður að borða yfir aðventuna. mbl.is/Bobedre_©Morten Andersen

Nú drög­um við að okk­ur allt sem minn­ir á jól­in, og þar með talið girni­leg­ar osta­kök­ur sem smakk­ast eins og aðvent­an sem er rétt hand­an við hornið.

Ostakaka sem bragðast eins og jólin

Vista Prenta

Ostakaka sem bragðast eins og jól­in

Kex­botn

  • 100 g hafra­kex (digesti­ve)
  • ½ tsk kanill
  • 200 g smjör
  • 250 pip­ar­drop­ar

Kanil-rjóma­ost­skrem

  • 1 tsk kanill
  • 2,5 dl rjómi
  • 2 tsk. raspaður límónu­börk­ur
  • 100 g flór­syk­ur
  • 400 g rjóma­ost­ur

Kirsu­berjag­el

  • 250 g kirsu­berjasósa
  • 3 tsk. mat­ar­lím
  • 1 dl vatn

Aðferð:

Kex­botn

  1. Setjið kexið í poka og myljið.
  2. Bræðið smjörið á væg­um hita og hrærið sam­an við kexið.
  3. Setjið blönd­una í smellu­form og látið kólna í form­inu.

Kanil-rjóma­ost­skrem

  1. Leggið 4 mat­ar­líms­blöð í bleyti í 5 mín­út­ur.
  2. Pískið rjóma­ost­inn sam­an við kanil, flór­syk­ur og raspaðan límónu­börk.
  3. Þeytið rjómann. Bræðið mat­ar­límið í eitt augna­blik í litl­um potti og blandið svo sam­an við rjóma­osts­blönd­una. Blandið því næst þeytta rjóm­an­um sam­an við.
  4. Dreifið krem­inu ofan á kex­botn­inn.
  5. Setjið kök­una inn í ís­skáp, til að kremið nái að festa sig.

Kirsu­berjag­el

  1. Leggið þrjú mat­ar­líms­blöð í vatn í 5 mín­út­ur.
  2. Hitið kirsu­berjasós­una með 1 dl af vatni í potti.
  3. Setjð mat­ar­líms­blöðin í sós­una og látið bráðna. Leyfið sós­unni að kólna ör­lítið og hellið þá yfir kalt ostakremið á kök­unni. Setjið inn í kæli.
  4. Berið fram með söxuðum ristuðum möndl­um og jafn­vel síuðum flór­sykri.

 Upp­skrift: Bo­bedre

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert