Sjáið jólaborðin hjá Royal Copenhagen

Söngdívan Lis Sørensen hefur valið hringlaga borð með stórri blómaskreytingu …
Söngdívan Lis Sørensen hefur valið hringlaga borð með stórri blómaskreytingu fyrir miðju. Hér er allt á klassísku nótunum, mávastellið í bland við hvítt póstulín. Og borðhaldið er rétt eins og við sitjum undir stjörnubjörtum himni. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copenhagen

Á hverju ári kynn­ir Royal Copen­hagen nokkra þekkta ein­stak­linga sem skreyta hátíðleg jóla­borð í sýn­ing­ar­sal þeirra. Borðin eru iðulega mjög æv­in­týra­leg og spenn­andi, og árið í ár er eng­in und­an­tekn­ing.

Í ár er þema borðanna „nær­vera“, því árið hef­ur ein­kennst af spennu og óvissu sem aldrei fyrr. Það fær okk­ur til að sakna ör­ygg­is og nær­veru okk­ar nán­ustu. Fimm fjöl­hæf­ir ein­stak­ling­ar hafa skreytt borð og haldið uppi þeirri stór­kost­legu hefð hjá Royal Copen­hagen, en borðskreyt­ing­ar þeirra hafa dregið marg­an mann­inn að síðan árið 1963.

Adam Aamann er kokkur og bókahöfundur – og jólaborðið hans …
Adam Aamann er kokk­ur og bóka­höf­und­ur – og jóla­borðið hans í ár er hátíðlegt með þung­um silf­ur hnífa­pör­um, háum glös­um á fæti og brún­leitu lér­efti. Adam seg­ist elska þegar skyn­fær­in fá örvun við fyrstu jóla kryddilmun­um, og að það flytji hann aft­ur um nokk­ur ár og minni á ákveðnar hefðir sem hafa verið skapaðar í tím­anna rás. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copen­hagen
Leikarinn og skemmtikrafturinn Peter Mygind leikur sér með barnslega drauma …
Leik­ar­inn og skemmtikraft­ur­inn Peter Mygind leik­ur sér með barns­lega drauma – ruggu­hest og pip­ar­köku­hús í bland við snjó­karla og jóla­tré, þar sem litaþemað er rautt, hvítt og grænt. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copen­hagen
Blaðamaðurinn og þáttastjórnandinn Ida Wohlert sækir innblástur í jólahátíðina sem …
Blaðamaður­inn og þátta­stjórn­and­inn Ida Wohlert sæk­ir inn­blást­ur í jóla­hátíðina sem hún eyðir ár hvert með stór­fjöl­skyld­unni heima hjá ömmu sinni í Svíþjóð – og hef­ur gert frá því hún var krakki. Borðhaldið er vís­un í að hér séu marg­ar hend­ur sem hjálp­ast að við mat­ar­gerðina og að jóla­skreyta - og það er pláss fyr­ir alla. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copen­hagen
Hún er sjónvarpsstjarna og frumkvöðull – Andrea Elisabeth Rudolph, og …
Hún er sjón­varps­stjarna og frum­kvöðull – Andrea Elisa­beth Rudolph, og hef­ur skreytt tign­ar­legt borð í rauð-bleik­um tón­um í bland við ljós­blá­an. Hún seg­ist sækja orku í sam­veru­stund­ir og nær­veru í bland við full­komið kaos. Þess má geta að hún ólst upp á jóla­trés-búg­arði og heit­ir einnig því skemmti­lega nafni „Rudolph“ – það ger­ist varla mikið jóla­legra en það. mbl.is© Lasse Wind for Royal Copen­hagen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert