Græjan sem fagurkerar elska

Stílhrein græja sem saxar kryddjurtirnar þínar frá Eva Solo.
Stílhrein græja sem saxar kryddjurtirnar þínar frá Eva Solo. Mbl.is/Eva Solo

Nú þurfa fag­ur­ker­ar lands­ins að taka eft­ir, því þessi græja er ekki bara stíl­hrein og flott held­ur líka um­hverf­i­s­væn – sem ger­ir vör­una enn eft­ir­sótt­ari.

Nú get­ur þú malað kryddið þitt með ein­föld­um snún­ingi með glæstri vöru frá fram­leiðand­an­um Eva Solo. Kryddið safn­ast fyr­ir í und­ir­skál­inni og er til­búið til notk­un­ar á auga­bragði. Líf­rænt form vör­unn­ar veit­ir þægi­legt grip sem skipt­ir einnig höfuðmáli.

„Minna plast og meira bragð í eld­húsið,“ seg­ir Eva Solo um vör­una. Þetta er bara eitt af þeim verk­fær­um sem finna má í hag­nýtri og sjálf­bærri vöru­línu frá fyr­ir­tæk­inu – því pítsu­skeri, sítru­spressa, sax og buffpressa eru á meðal þess sem við sjá­um. Hand­föng­in á öll­um vör­un­um eru fram­leidd úr sjálf­bæru efni, þar á meðal hvei­titrefj­um. Þessi nýju verk­færi eru því kær­kom­in viðbót fyr­ir græn­an lífs­stíl í eld­húsið og einnig flott fram­lag til nýrra sjálf­bærra fram­leiðslu­hátta. Það má skoða vör­urn­ar nán­ar HÉR.

Mbl.is/​Eva Solo
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert