Sláandi staðreyndir um bananahýði

mbl.is/Getty Images

Við vit­um að þetta gula kalíumpakkaða hýði utan af ban­ana er stór­snjallt í þrif og annað. En má borða það?

Ný­verið sást Nig­ella Law­son á skján­um þar sem hún hend­ir ban­ana­hýði út í karrírétt, er hún eldaði í þátt­in­um „Cook Eat Repeat“. Það var áhorf­andi úti í sal sem lét í sér heyra og sagði sjón­varp­s­kokk­inn hafa gengið of langt.

En það má sann­ar­lega borða ban­ana­hýði, þau eru rík af nær­ing­ar­efn­um eins og kalí­um, holl­um trefj­um, fjöló­mettaðri fitu og mik­il­væg­um amínó­sýr­um. Sýnt hef­ur verið fram á að trefjar hjálpi blóðsykr­in­um og styrki hjartað – og kalí­um er mik­il­vægt fyr­ir blóðþrýst­ing­inn, vernd­ar bein­in og dreg­ur úr lík­um á að fá nýrna­steina. Það er þó afar brýnt að minn­ast á að þörf er á að þvo ban­an­ann vel ef þú ætl­ar að gæða þér á hýðinu, eða kaupa líf­rænt ræktaða ban­ana.

Ban­ana­hýði smakk­ast ekki eins og mjúk­ur ávöxt­ur­inn, því hýðið er meira gúmmí­kennt og beiskt. Mörg­um finnst gott að borða hýðið eft­ir að það hef­ur verið eldað. Ein leið til að nota ban­ana­hýði í mat­ar­gerð er að setja það í bland­ara og nota í ban­ana­brauð. Eins þykir lostæti að sjóða það eða steikja á pönnu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert