Aðventudrykkurinn í ár er jólamojito!

Við erum alltaf að fara smakka þennan fallega mojito fyrir …
Við erum alltaf að fara smakka þennan fallega mojito fyrir jólin. Mbl.is/Pinterest_halfbakedharvest.com

Við för­um ekki í gegn­um þetta ár nema skála í ein­um hátíðleg­um mojito. Og hér fáið þið upp­skrift að ein­um slík­um sem bragðast eins vel og hann lít­ur út fyr­ir að gera.

Aðventudrykkurinn í ár er jólamojito!

Vista Prenta

Hátíðleg­ur mojito

  • Safi úr einni límónu
  • 8 myntu­lauf
  • 1 granatepli
  • ¼ bolli kó­kos­mjólk
  • 1 msk. syk­ur
  • sóda­vatn
  • 1 msk. kó­kos­romm
  • 2 msk. hvítt romm

Aðferð:

  1. Merjið sam­an límónusafa, syk­ur og myntu­lauf þar til lauf­in hafa „brotnað“ niður.
  2. Fyllið glasið til helm­inga með klök­um.
  3. Blandið sam­an hvítu rommi, kó­kos­rommi og kó­kos­mjólk. Hellið yfir klak­ann og hrærið í.
  4. Fyllið upp með sóda­vatni og toppið með granatepla­kjörn­um og myntu.
Mbl.is/​Pin­t­erest_hal­f­ba­ked­har­vest.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert