Aðventudrykkurinn í ár er jólamojito!

Við erum alltaf að fara smakka þennan fallega mojito fyrir …
Við erum alltaf að fara smakka þennan fallega mojito fyrir jólin. Mbl.is/Pinterest_halfbakedharvest.com

Við förum ekki í gegnum þetta ár nema skála í einum hátíðlegum mojito. Og hér fáið þið uppskrift að einum slíkum sem bragðast eins vel og hann lítur út fyrir að gera.

Hátíðlegur mojito

  • Safi úr einni límónu
  • 8 myntulauf
  • 1 granatepli
  • ¼ bolli kókosmjólk
  • 1 msk. sykur
  • sódavatn
  • 1 msk. kókosromm
  • 2 msk. hvítt romm

Aðferð:

  1. Merjið saman límónusafa, sykur og myntulauf þar til laufin hafa „brotnað“ niður.
  2. Fyllið glasið til helminga með klökum.
  3. Blandið saman hvítu rommi, kókosrommi og kókosmjólk. Hellið yfir klakann og hrærið í.
  4. Fyllið upp með sódavatni og toppið með granateplakjörnum og myntu.
Mbl.is/Pinterest_halfbakedharvest.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka