Ný sælkeralína frá Bláa lóninu

Bláa lónið kynnir nýja sælkeralínu frá Moss.
Bláa lónið kynnir nýja sælkeralínu frá Moss. mbl.is/

Í nóv­em­ber­mánuði opn­ar Bláa lónið tvær pop-up-versl­an­ir á höfuðborg­ar­svæðinu. Sam­hliða því er kom­in ný sæl­ker­alína frá veit­ingastaðnum þeirra, Moss.

Önnur versl­un­in er á Hafn­ar­torgi og hin verður opnuð í Smáralind nk. laug­ar­dag. Í versl­un­un­um er hægt að kaupa húðvör­ur, gjafa­bréf á upp­lif­an­ir og nýj­ar sæl­kera­vör­ur, fram­leidd­ar af mat­reiðslu­meist­ur­um veit­ingastaðar­ins Moss, sem þykja af­bragðsgóðar.

Hér sjá­um við ein­stakt hand­verk frá mat­reiðslu­meist­ur­um Bláa lóns­ins á Retreat. Í sæl­ker­alín­unni má finna flögu­salt, jurta­te, súkkulaðihúðaðar möndl­ur, hvít­hjúpaðan lakk­rís og dökkt súkkulaði. Vör­urn­ar eru fá­an­leg­ar í pop-up-versl­un­um Bláa Lóns­ins á Hafn­ar­torgi, í Smáralind og versl­un þeirra á Lauga­vegi.

Vörurnar eru framleiddar af matreiðslumeisturum veitingastaðarins Moss.
Vör­urn­ar eru fram­leidd­ar af mat­reiðslu­meist­ur­um veit­ingastaðar­ins Moss. mbl.is/​Bláa lónið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert