Þetta er vinsælasti liturinn hjá KitchenAid

Blue Velvet er vinsælasti liturinn á KitchenAid hrærivélunum, ef marka …
Blue Velvet er vinsælasti liturinn á KitchenAid hrærivélunum, ef marka má nýja könnun hjá fyrirtækinu. Mbl.is/KITCHENAID

Það fer ekkert á milli mála að þeir sem standa frammi fyrir því að velja sér lit á hrærivél frá KitchenAid fá eflaust valkvíða því úrvalið er það mikið. En nú á dögunum afhjúpaði fyrirtækið hvaða litur væri vinsælastur hjá þeim.

KitchenAid hefur gefið út svo kallað „hitakort“ eða kort sem sýnir alla heitustu litina sem þeir bjóða upp á. Könnun var gerð meðal 5.000 Bandaríkjamanna sem leiddi í ljós óvæntar niðurstöður fyrir fyrirtækið. Þeir komust að því að blár flauelslitur væri vinsælastur þar sem 18 ríki í Bandaríkjunum merktu við þann lit sem sinn uppáhalds. Aqua Sky og Kyoto Glow urðu í öðru og þriðja sæti, en sá síðarnefndi var litur ársins 2020 hjá fyrirtækinu.

Mbl.is/KITCHENAID
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka