Apabrauð með nógu af osti

Apabrauð er rosalega gott og líka svo skemmtilegt að narta …
Apabrauð er rosalega gott og líka svo skemmtilegt að narta í. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Apa­brauð er afar vin­sælt hjá krökk­um og full­orðnum – en hér um ræðir bakað pítsu­deig með chedd­arosti, par­mes­an, blaðlauk, hvít­lauk og stein­selju. Brauðið er sam­sett úr litl­um brauðbit­um, þannig að auðvelt er að toga bit­ana í sund­ur. Upp­skrift­in er úr smiðju Hild­ar Rut­ar sem seg­ist not­ast við til­búið pítsu­deig, en auðvitað megi út­búa það sjálf­ur.

Apabrauð með nógu af osti

Vista Prenta

Apa­brauð með nógu af osti

  • 1 pk. til­búið pítsu­deig
  • 150 g rif­inn chedd­arost­ur
  • 80 ml rif­inn par­mesanost­ur
  • 50 ml smjör, rifið með rif­járni
  • 80 ml blaðlauk­ur, smátt skor­inn
  • 60 ml fersk stein­selja, smátt skor­in
  • 2 hvít­lauksrif, rif­in
  • cayenn­ep­ip­ar, má sleppa
  • salt og pip­ar

Aðferð

  1. Hitið ofn­inn í 200°C.
  2. Blandið sam­an chedd­arosti, par­mesanosti, smjöri, blaðlauk, stein­selju, hvít­lauksrifi og kryddi í skál. Hrærið vel sam­an. Takið ca ¼ af osta­blönd­unni til hliðar.
  3. Þrýstið deig­inu aðeins út með hönd­un­um svo það verði kassa­laga. Skerið það í 6-8 lengj­ur og skerið síðan þvert á lengj­urn­ar svo úr verði litl­ir bit­ar. Bitarn­ir eiga að vera í kring­um 3 cm.
  4. Blandið deig­inu sam­an við osta­blönd­una þannig að hver biti verði þak­inn osti.
  5. Smyrjið eld­fast form eða pönnu sem má fara inn í ofn og raðið deig­inu í það.
  6. Slökkvið á ofn­in­um þegar það eru ca 10 mín­út­ur þangað til þið setjið deigið í hann. Setjið álp­app­ír yfir formið og látið deigið hef­ast í heit­um ofn­in­um í 20 mín­út­ur.
  7. Takið álp­app­ír­inn af og kveikið aft­ur á ofn­in­um. Stillið á 190°C og bakið í 18-20 mín­út­ur.
  8. Dreifið rest­inni af ost­in­um yfir og bakið í 7-10 mín­út­ur eða þar til ost­ur­inn er bráðnaður.
  9. Berið brauðið fram heitt.
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert