Pastasósan sem fékk Kate Middleton til að falla fyrir prinsinum

Kate Middleton og Vilhjálmur prins - eru miklir matgæðingar.
Kate Middleton og Vilhjálmur prins - eru miklir matgæðingar. mbl.is/​Pool/​Sam­ir Hus­sein­Getty Ima­ges

Vil­hjálm­ur prins deildi ný­verið upp­skrift að klass­ísk­um ít­ölsk­um rétti sem hann eldaði til að heilla Kate Middlet­on upp úr skón­um – og hún kol­féll fyr­ir sós­unni og prins­in­um

Upp­skrift­in birt­ist í nýrri mat­reiðslu­bók sem gef­in var út til góðgerðar­mála. Bók­in „A Taste Of Home“, inni­held­ur 120 rétti frá helstu mat­reiðslu­mönn­um og öðrum fræg­um stór­stjörn­um Bret­lands. Allt gert í til­efni að 40 ára af­mæl­is góðgerðarsam­tak­anna The Passa­ge, sem styðja heim­il­is­lausa.

Kate Middlet­on sagði í viðtali að heima­gerða pastasós­una hans Vil­hjálms væri að finna í bók­inni, þá sömu og hann eldaði fyr­ir Kate á há­skóla­dög­um þeirra. Og við feng­um upp­skrift­ina!

Pastasósan sem fékk Kate Middleton til að falla fyrir prinsinum

Vista Prenta

Pastasós­an sem fékk Kate Middlet­on til að falla fyr­ir prins­in­um

  • 1 msk. ólífu­olía
  • 30 g smjör
  • 1 stór lauk­ur, smátt saxaður
  • 1 gul­rót, skor­in niður
  • 2 sell­e­rístilk­ar
  • 350 g nauta­hakk
  • 250 ml þurrt hvít­vín
  • 120 ml mjólk
  • Múskat á hnífsoddi
  • 400 g saxaðir tóm­at­ar í dós
  • 1 tsk. tóm­at­púré
  • 250 g spaghettí
  • 50 g par­mes­an-ost­ur
  • 2 msk. smátt söxuð stein­selja
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið lauk­inn á meðal­hita. Bætið þá við gul­rót og sell­e­ríi og látið malla áfram á pönn­unni. Munið að hræra í.
  2. Notið gaffal til að hræra upp í hakk­inu og bætið því á pönn­una. Steikið þar til hakkið er ekki leng­ur bleikt, samt ekki al­veg gegn­um­steikt.
  3. Hellið vín­inu út á pönn­una og eldið þar til það guf­ar upp. Lækkið þá í hit­an­um og hellið mjólk­inni og múskat­inu sam­an við. Látið mjólk­ina einnig „gufa“ upp.
  4. Setjið tóm­at­ana og púré út á pönn­una og kryddið eft­ir smekk með salti og pip­ar. Látið malla á pönn­unni við væg­an hita í þrjá klukku­tíma – og hrærið í inn á milli.
  5. Sjóðið spaghettíið upp úr salt­vatni, sam­kvæmt leiðbein­ing­um.
  6. Skiptið past­anu jafnt á milli í fjór­ar skál­ar og hellið heitri sós­unni yfir.
  7. Dreifið stein­selju yfir og berið fram með par­mes­an.
Vilhjálmur sinnar oftar en ekki góðgerðamálum.
Vil­hjálm­ur sinn­ar oft­ar en ekki góðgerðamál­um. Mbl.is/​Aga Strzalek
mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert