Jóladrykkurinn er Aperol í sparifötum

Frískandi Aperol drykkur í sparifötum - alls ekkert síðri en …
Frískandi Aperol drykkur í sparifötum - alls ekkert síðri en á sólríkum sumardögum. Mbl.is/kitchengirls.de

Þó að dagatalið segi okkur að það sé kominn desember er óþarfi að setja Aperol-flöskuna til hliðar, því drykkurinn er alls ekkert síðri í sparifötum en á sólríkum sumardögum  eins og við bjóðum ykkur upp á hér. 

Aperol í jólafötum

  • 2 dl ísmolar
  • 1 dl Aperol
  • 1 dl nýkreistur appelsínusafi
  • 1 dl vodka
  • 1 dl t.d. cava

Skraut

  • 2 msk. appelsínusafi
  • sykur
  • 2 appelsínuskífur

Aðferð:

  1. Byrjið á skrautinu, með því að setja appelsínusafa á lítinn disk og sykur á annan disk.
  2. Dýfið glasbrúninni í safann og því næst í sykurinn.
  3. Setjið klakann í glasið og því næst Aperol, appelsínusafa, vodka og cava.
  4. Hrærið aðeins í glasinu og skreytið með appelsínuskífum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka