Markus Grigo er fæddur og uppalinn í þýskalandi – hann er frábær eftirréttakokkur og þykir afar metnaðarfullur þegar kemur að kökum og desertum. Hér er ein af hans bestu smákökuuppskriftum með trönuberjum og lakkrís.
Jólasmákökurnar sem þykja þær bestu
Jólasmákökurnar sem þykja þær bestu
- 500 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 60 g lakkrísduft (t.d. frá Johan Bülow)
- 125 g sólþurrkuð trönuber
- 375 g kalt smjör, saltað
- 500 g sykur
- 2 egg
Aðferð:
- Sigtið hveitið í skál saman við lyftiduftið. Bætið lakkrísdufti, trönuberjum og smjörkubbum saman við. Hrærið þar til smjörið hefur blandast vel saman í deig.
- Bætið þá sykri og eggi í skálina og hrærið.
- Skiptið deiginu upp í 500 gramma klumpa og mótið í langar pulsur á stærð við smápening í þvermál. Rúllið hverri lengju inn í bökunarpappír og setjið inn í frysti þar til þær harðna.
- Hitið ofninn á 180°C á blæstri. Skerið lengjurnar í 1 cm þykkar skífur og leggið á bökunarpappír á bökunarplötu.
- Bakið í 8-10 mínútur.
- Takið út og látið kólna á rist. Best er að geyma smákökurnar í lofttæmdu boxi.
Markus Grigo er þýskur eftirréttakokkur sem þykir afar fær í sínum bransa.
Mbl.is/Markus Grigo