Jólasmákökurnar sem þykja þær bestu

Jólasmákökur með lakkrís og trönuberjum.
Jólasmákökur með lakkrís og trönuberjum. Mbl.is/Markus Grigo

Markus Grigo er fædd­ur og upp­al­inn í þýskalandi – hann er frá­bær eft­ir­rétta­kokk­ur og þykir afar metnaðarfull­ur þegar kem­ur að kök­um og desert­um. Hér er ein af hans bestu smá­köku­upp­skrift­um með trönu­berj­um og lakk­rís.

Jólasmákökurnar sem þykja þær bestu

Vista Prenta

Jóla­smá­kök­urn­ar sem þykja þær bestu

  • 500 g hveiti
  • 1 tsk lyfti­duft
  • 60 g lakk­rís­duft (t.d. frá Joh­an Bülow)
  • 125 g sólþurrkuð trönu­ber
  • 375 g kalt smjör, saltað
  • 500 g syk­ur
  • 2 egg

Aðferð:

  1. Sigtið hveitið í skál sam­an við lyfti­duftið. Bætið lakk­rís­dufti, trönu­berj­um og smjörkubb­um sam­an við. Hrærið þar til smjörið hef­ur bland­ast vel sam­an í deig.
  2. Bætið þá sykri og eggi í skál­ina og hrærið.
  3. Skiptið deig­inu upp í 500 gramma klumpa og mótið í lang­ar puls­ur á stærð við smá­pen­ing í þver­mál. Rúllið hverri lengju inn í bök­un­ar­papp­ír og setjið inn í frysti þar til þær harðna.
  4. Hitið ofn­inn á 180°C á blæstri. Skerið lengj­urn­ar í 1 cm þykk­ar skíf­ur og leggið á bök­un­ar­papp­ír á bök­un­ar­plötu.
  5. Bakið í 8-10 mín­út­ur.
  6. Takið út og látið kólna á rist. Best er að geyma smá­kök­urn­ar í loft­tæmdu boxi.
Markus Grigo er þýskur eftirréttakokkur sem þykir afar fær í …
Markus Grigo er þýsk­ur eft­ir­rétta­kokk­ur sem þykir afar fær í sín­um bransa. Mbl.is/​Markus Grigo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert