Jólatréð í ár er úr smjöri

Smjörjólatré er einmitt það sem við þurfum fyrir þessi jólin.
Smjörjólatré er einmitt það sem við þurfum fyrir þessi jólin. Mbl.is/Instagram_Foodiewiththebeasts

Smjör er eitt af þessum hráefnum sem falla í sama flokk og beikon – það gerir allan mat örlítið betri. Sérstaklega ef það er í laginu eins og jólatré!

Við fáum aldrei nóg af smjöri – og þetta hér væri frábært að geta gripið í yfir aðventuna. Því hversu oft sjáum við smjörklump í jólatréslíki – aldrei, nema þá núna. En fyrirtæki þar ytra eru að leika sér mikið í smjörskúlptúrum, því einnig má finna smjörklumpa í laginu eins og kalkún.

Smjörtrén þykja ansi vinsæl og eru orðin hefð hjá mörgum á jólaborðið. Enda mun fallegri en smjördollan upp á borðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka