Nettó veitir 44 milljónir króna til góðgerðarmála

Ljósmynd/Aðsend

Rúm­lega 10 millj­ón­ir króna söfnuðust í góðgerðarátak­inu Not­um netið til góðra verka sem lág­vöru­verðsversl­un­in Nettó stóð fyr­ir í nóv­em­ber. Átakið fól í sér að 200 krón­ur af hverri pönt­un úr net­versl­un­inni runnu til góðgerðar­mála. Það kom svo í hlut viðskipta­vina að velja mál­efni til að styrkja og bár­ust yfir 2.000 til­lög­ur.

Í heild hef­ur Nettó veitt um 44 millj­ón­ir króna til góðgerðar­mála í ár. „Við hleypt­um átakinu Not­um netið til góðra verka af stað til að koma til móts við þá sem minnst mega sín. Meiri­hluti af styrkj­un­um renn­ur til sam­taka eins og Fjöl­skyldu­hjálp­ar Íslands og annarra sam­taka sem sjá um mat­ar­gjaf­ir. Á sama tíma styðjum við önn­ur brýn mál­efni eins og Ljósið og Píeta-sam­tök­in,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri versl­un­ar­sviðs Sam­kaupa.

Verum af­skap­lega þakk­lát þeim ótrú­lega fjölda viðskipta­vina sem kusu hvaða mál­efni ætti að styrkja. Það er greini­legt að hug­ur fólks er hjá þeim sem þurfa á því að halda og okk­ur þótti afar vænt um þann fjölda ábend­inga sem okk­ur barst.“

Söfn­un­ar­féð úr Not­um netið til góðra verka var veitt ýms­um góðgerðarfé­lög­um við hátíðlega athöfn í Nettó Mjódd í dag í til­efni Nettódags­ins. Full­trú­ar flestra góðgerðarsam­tak­anna mættu til að veita þeim viðtöku en sök­um Covid-19-far­ald­urs­ins var um­fangið minna en síðastliðin ár.

Eft­ir að styrkj­un­um hafði verið dreift kynnti Gunn­ar sam­fé­lags­stefnu Nettó fyr­ir næsta ár auk þess að líta yfir árið sem er að líða. Við leggj­um áherslu á sam­fé­lags­lega ábyrgð í allri starf­semi okk­ar sem end­ur­spegl­ar metnað fyr­ir­tæk­is­ins til að vera traust­ur og virk­ur þátt­tak­andi í sam­fé­lag­inu.

Á sama tíma kynnt­um við um­hverf­is­stefnu Nettó en hún snýr að því að vera leiðandi í um­hverf­is­mál­um á smá­sölu­markaði og stuðla að sjálf­bærni í dag­vöru­versl­un­um. Okk­ur tókst vel til á ár­inu sem er að líða og má til dæm­is nefna það að við höf­um minnkað notk­un á einnota plast­pok­um um 500 þúsund á milli ára. Það má hins veg­ar alltaf gera bet­ur og við hlökk­um til að tak­ast á við næsta ár af enn meiri krafti,“ seg­ir Gunn­ar Eg­ill.

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is

Stönd­um sam­an

Við hjá Árvakri vilj­um vekja at­hygli á því sem vel er gert á þess­um erfiðu tím­um. Ef þú ert með góða sögu af fyr­ir­tækj­um og ein­stak­ling­um sem eru að gera gott, sendu okk­ur ábend­ingu á net­fangið stond­um­sam­an@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert