Útbjó morgunverðarhlaðborð fyrir börnin

Morgunverðarhlaðborð í krakkaútgáfu af allra bestu gerð!
Morgunverðarhlaðborð í krakkaútgáfu af allra bestu gerð! Mbl.is/ @Athomewithshannon/TikTok

Það er magnað að fylgj­ast með út­sjón­ar­söm­um for­eldr­um og hvernig þau tækla „vanda­mál“ eins og þegar kem­ur að því að fá börn­in á heim­il­inu til að borða morg­un­mat.

Móðir nokk­ur að nafni Shannon deildi því ný­verið á sam­fé­lags­miðlum hvernig hún sneri blaðinu al­gjör­lega við  því hún var orðin þreytt á að hlusta á nöld­ur í börn­un­um sín­um á hverj­um ein­asta morgni. Hún út­bjó morg­un­verðar­hlaðborð sem ætti einna helst heima á hót­eli og sló væg­ast sagt í gegn!

Hér ræðir um vagn á hjól­um sem geym­ir stóra morgun­korns­skammt­ara, ferska ávexti og djús í öll­um gerðum. Meira að segja mjólk­in var í brúsa til að forðast allt óþarfa sull. Eins voru niður­skorn­ir ávext­ir í litl­um hand­hæg­um pok­um, ef það myndi falla bet­ur í kramið hjá ungviðinu þenn­an morg­un­inn.

Shannon deildi mynd­bandi á TikT­ok sem vakti mik­il viðbrögð fólks, þar sem flest­ir voru á þeirri skoðun að þetta væri al­gjör­lega málið – sama hvort um börn eða full­orðna væri að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert