Tígrisrækjur í krönsi með dill sósu

Girnilegar tígrisrækjur í krönsi með geggjaðri sósu.
Girnilegar tígrisrækjur í krönsi með geggjaðri sósu. Mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Full­kom­inn for­rétt­ur eða létt­ur rétt­ur yfir hátíðarn­ar – hvort sem er, þá eru þess­ar tígris­rækj­ur í krönsi að smakk­ast ólýs­an­lega vel. Rétt­ur­inn kem­ur úr smiðju Hild­ar Rut­ar sem lof­ar upp­skrift­inni vel og vand­lega.

Tígrisrækjur í krönsi með dill sósu

Vista Prenta

Tígris­rækj­ur í krönsi með avóka­dó dill sósu

  • 600 g stór­ar tígris­rækj­ur frá Sæl­kera­fiski
  • 8 dl Eat real humm­us snakk með dilli
  • Ólífu­olía/​Pam sprey
  • Salt & pip­ar
  • 2 egg
  • 1 dl spelt

Sósa

  • 2 avóka­dó
  • 2 msk. sýrður rjómi
  • Safi úr 1 lime
  • 2 msk. ferskt dill
  • Salt og pip­ar

Aðferð:

  1. Setjið snakkið í poka og rúllið yfir með köku­kefli svo það verði að muln­ingi.
  2. Veltið tígris­rækj­un­um upp úr ólífu­olíu og kryddið með salti og pip­ar. Næst veltið þeim upp úr spelt­inu, egg­inu og að lok­um snakk­inu. Mér finnst gott að nota tang­ir.
  3. Dreifið rækj­un­um í eld­fast form þöktu bök­un­ar­papp­ír og spreyið þær með Pam spreyi eða dreifið ólífu­olíu yfir þær.
  4. Bakið í ca 5-6 mín­út­ur við 200°C eða þar til þær eru orðnar stökk­ar að utan.
  5. Á meðan rækj­urn­ar bak­ast þá út­búið þið sós­una. Blandið sam­an avóka­dó, sýrðum rjóma, safa úr lime, dilli, salti og pip­ar með töfra­sprota. En það er einnig hægt að stappa sam­an avóka­dó, saxa dill smátt og hræra sam­an við hin hrá­efn­in.
  6. Stráið fersku dilli yfir rækj­urn­ar og berið fram með sós­unni. Njótið!
Mbl.is/​Hild­ur Rut Ingimars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert