Vínfyrirtæki sendir vini heim með pöntunum

Vínfyrirtækið Campo Viejo, sendir
Vínfyrirtækið Campo Viejo, sendir "vini" þína heim með pöntuninni þinni. Mbl.is/Campo Viejo

Hvað gera menn og kon­ur þegar sam­komu­bann er í gildi og fólk má ekki hitt­ast til að gleðjast í góðra manna hópi – jú, þeir hugsa í lausn­um.

Þetta ár hef­ur ekki mark­ast af stór­veisl­um og það er ekk­ert að fara breyt­ast í smá tíma enn. Spænska vín­fyr­ir­tækið Campo Viejo hef­ur komið með frek­ar áhuga­verða lausn við ein­manna­leik­an­um. Því þeir bjóða upp á út­klippta pappa-vini í raun­stærð, með hverri pönt­un. Eina sem þú þarft að gera er að hlaða inn mynd af þeim sem þú mynd­ir vilja eyða kvöld­inu með og þau prenta út ást­vin­inn þinn í fullri stærð og senda með vín­pönt­un­inni þinni – og þannig mun eng­inn verða ein­manna um jól­in. Þeir sem vilja skoða nán­ar geta kíkt á síðuna þeirra HÉR.

Vinkonuhittingur hjá þessum tveim.
Vin­konu­hitt­ing­ur hjá þess­um tveim. Mbl.is/​Campo Viejo
Algjör snilldar hugmynd til að létta lundina.
Al­gjör snilld­ar hug­mynd til að létta lund­ina. Mbl.is/​Campo Viejo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert