Kartöflumeðlæti með leynihráefni

Besta kartöflumeðlæti síðari ára.
Besta kartöflumeðlæti síðari ára. Mbl.is/Instagram_Laurafordnutrition

Bakaðar kart­öfl­ur í ofni geta verið allskon­ar – og þá mein­um við mis­góðar. Hér er aft­ur á móti upp­skrift sem þykir sú besta og það með leyni­hrá­efni, því hun­gang spil­ar hér stórt hlut­verk. Það er nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Laura Ford sem deildi upp­skrift­inni með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram og sló held­ur bet­ur í gegn.

Kartöflumeðlæti með leynihráefni

Vista Prenta

Kart­öflumeðlæti með leyni­hrá­efni

  • 2 kíló litl­ar kart­öfl­ur, skorn­ar í 1 cm sneiðar.
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 50 g smjör
  • sea­son all
  • salt og pip­ar
  • 1-2 msk. hun­ang
  • ferkt timí­an til skrauts (ef vill)

Aðferð:

  1. Sjóðið kart­öfl­urn­ar í potti í 4-5 mín­út­ur, þar til ör­lítið mjúk­ar.
  2. Hitið ofn­inn á 200°. Setjið ólífu­olíu og smjör á bök­un­ar­plötu og inn í ofn í 2 mín­út­ur þar til smjörið er bráðið. Setjið þá kart­öfl­urn­ar á plöt­una og veltið upp úr smjör­blönd­unni. Kryddið.
  3. Dreifið úr kart­öfl­un­um þannig að þær liggi ekki ofan á hvor ann­ari. Kannski er þörf á ann­ari bök­un­ar­plötu.
  4. Bakið kart­öfl­urn­ar í 30 mín­út­ur, snúið þeim þá við og bakið áfram í 25-30 mín­út­ur þar til krispí.
  5. Dreypið hun­angi yfir kart­öfl­urn­ar á meðan heit­ar og stráið söxuðu fersku timí­an yfir.
Næringarfræðingurinn Laura Ford á heiðurinn af kartöflumeðlætinu.
Nær­ing­ar­fræðing­ur­inn Laura Ford á heiður­inn af kart­öflumeðlæt­inu. Mbl.is/​In­sta­gram_­Laurafor­dnut­riti­on
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka