Bakaðar kartöflur í ofni geta verið allskonar – og þá meinum við misgóðar. Hér er aftur á móti uppskrift sem þykir sú besta og það með leynihráefni, því hungang spilar hér stórt hlutverk. Það er næringarfræðingurinn Laura Ford sem deildi uppskriftinni með fylgjendum sínum á Instagram og sló heldur betur í gegn.
Kartöflumeðlæti með leynihráefni
- 2 kíló litlar kartöflur, skornar í 1 cm sneiðar.
- 2 msk. ólífuolía
- 50 g smjör
- season all
- salt og pipar
- 1-2 msk. hunang
- ferkt timían til skrauts (ef vill)
Aðferð:
- Sjóðið kartöflurnar í potti í 4-5 mínútur, þar til örlítið mjúkar.
- Hitið ofninn á 200°. Setjið ólífuolíu og smjör á bökunarplötu og inn í ofn í 2 mínútur þar til smjörið er bráðið. Setjið þá kartöflurnar á plötuna og veltið upp úr smjörblöndunni. Kryddið.
- Dreifið úr kartöflunum þannig að þær liggi ekki ofan á hvor annari. Kannski er þörf á annari bökunarplötu.
- Bakið kartöflurnar í 30 mínútur, snúið þeim þá við og bakið áfram í 25-30 mínútur þar til krispí.
- Dreypið hunangi yfir kartöflurnar á meðan heitar og stráið söxuðu fersku timían yfir.
Næringarfræðingurinn Laura Ford á heiðurinn af kartöflumeðlætinu.
Mbl.is/Instagram_Laurafordnutrition