Mest skoðuðu uppskriftir ársins 2020 – á heimsvísu

Mest skoðaða uppskrift ársins á netinu er dalgona kaffi.
Mest skoðaða uppskrift ársins á netinu er dalgona kaffi. mbl.is/express.co.uk

Við dutt­um niður á stór­skemmti­lega síðu þar sem hægt er að sjá hvað fólk víðsveg­ar um heim­inn, hef­ur gúglað mest á ár­inu 2020. Og hér eru niður­stöðurn­ar!

Ein­hverra hluta vegna er Ísland ekki á lista, en hægt er að fletta upp eft­ir lönd­um. Við tók­um þó stikkprufu á hvernig upp­skrift­ir voru slegn­ar oft­ast inn í Google á þessu ári út um all­an heim, en þarna má einnig sjá vin­sæl­ustu bíó­mynd­ir, söngv­ara, íþrótta­fólk og al­menn­ar frétt­ir. Hægt er að sjá línu­rit og nán­ari út­reikn­inga ef ýtt er á sjálf upp­fletti­orðin. Þeir sem vilja skoða nán­ar geta ýtt á hlekk­inn HÉR.

Vin­sæl­ustu upp­flett­ing­ar á mat­vör­um árið 2020, sam­kvæmt Google:

  1. Dal­gona-kaffi
  2. Ek­mek
  3. Súr­deigs­brauð
  4. Pítsa
  5. Lahmacun
  6. Bjór­brauð
  7. Ban­ana­brauð
  8. Pítu­brauð
  9. Bri­oche
  10. Naan
Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert