Skeggjuð eðla gefur út matreiðslubók

Megum við kynna eðluna Lenny! Skeggjaður dreki sem var að …
Megum við kynna eðluna Lenny! Skeggjaður dreki sem var að gefa út sína fyrstu matreiðslubók. Mbl.is/Valerie Musser / SWNS

Þetta hljóm­ar eins og lyga­saga, en al­vöru eðla hef­ur gefið út sína eig­in mat­reiðslu­bók.

Já gott fólk, skeggjuð eðla eða dreki að nafni Lenny, hef­ur gefið út sína fyrstu mat­reiðslu­bók sem ber titil­inn „Chef Lenny: Cook­ing For Hum­ans“. Og eins og nafnið ber til kynna, þá eru þetta ekki upp­skrift­ir með dýra­fóður, held­ur upp­skrift­ir fyr­ir okk­ur mann­fólkið.

Af mynd­um að dæma úr bók­inni, má sjá Lenny stilla sér upp með litl­um pott­um og pönn­um, kexi og ost­um, svo eitt­hvað sé nefnt. Mat­reiðslu­bók­in var hug­ar­fóst­ur Val­erie Muss­er sem er menntaður mat­reiðslu­meist­ari og einnig eig­andi Lenny. Val­erie byrjaði á verk­efn­inu á meðan hún var í sam­göngu­banni í heimalandi sínu, en hún rak lít­inn veit­ing­a­rekst­ur áður en heims­far­ald­ur­inn skall á. Hún hef­ur verið að skrifa þessa bók síðustu tíu árin en aldrei gefið sér tíma til að setj­ast niður, full­klára og flokka – fyrr en nú!

Hug­mynd­in með að hafa Lenny sem stjörnu bók­ar­inn­ar kom þegar hún pantaði kokka­húfu handa hon­um á Etsy. Eft­ir það fór hún að út­búa ýmsa smá­rétti fyr­ir hann og taka mynd­ir . Bók­in er 134 síður og hef­ur fengið gríðarlega góðar viðtök­ur – fyr­ir áhuga­sama má finna bók­ina HÉR.

Matreiðslubókina „Chef Lenny: Cooking For Humans“, má finna á Etsy.
Mat­reiðslu­bók­ina „Chef Lenny: Cook­ing For Hum­ans“, má finna á Etsy. Mbl.is/​Val­erie Muss­er / SWNS
Mbl.is/​Val­erie Muss­er / SWNS
Mbl.is/​Val­erie Muss­er / SWNS
Mbl.is/​Val­erie Muss­er / SWNS
Valerie er eigandi eðlunnar Lenny sem nú er orðin stórstjarna.
Val­erie er eig­andi eðlunn­ar Lenny sem nú er orðin stór­stjarna. Mbl.is/​Val­erie Muss­er / SWNS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert