Sumac uppseld

Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Mat­reiðslu­bók Sumac hef­ur slegið í gegn og er það morg­un­ljóst að land­ann þyrst­ir í fram­andi rétti frá Mið-Aust­ur­lönd­um og Norður-Afr­íku. Bók­in er orðin uppseld hjá út­gef­anda og hratt hef­ur gengið á hana í búðum á síðustu dög­um og eru ein­tök í mat­vöru­versl­un­um og stór­mörkuðum að verða búin. Bók­in er enn fá­an­leg í flest­um bóka­búðum en mun lík­leg­ast klár­ast á næstu dög­um þannig að fólk þarf að hafa hraðar hend­ur ef það vill tryggja sér ein­tak fyr­ir jól­in.

Sumac hef­ur verið einn vin­sæl­asti veit­ingastaður lands­ins um ára­bil og er því ekki að undra að mat­reiðslu­bók staðar­ins skuli slá í gegn. Í bók­inni er áhersla lögð á ferskt og gott hrá­efni sem mat­reitt er und­ir áhrif­um Mið-Aust­ur­landa og Norður-Afr­íku. Eld­ur, fram­andi krydd, fjöl­breyti­leiki og holl­ar og girni­leg­ar nýj­ung­ar eru meg­in­stef bók­ar­inn­ar sem inni­held­ur fleiri en hundrað upp­skrift­ir sem prýtt hafa mat­seðil Sumac. Í bók­inni má meðal ann­ars finna upp­skrift­ir að brauðum, ídýf­um, smá­rétt­um, sós­um, græn­met­is-, fisk- og kjö­trétt­um, meðlæti, eft­ir­rétt­um, krydd­blönd­um, kokteil­um og mörgu fleiru. 

Þrá­inn Freyr Vig­fús­son hef­ur starfað á mörg­um virt­um veit­inga­stöðum á Íslandi og er­lend­is. Hann opnaði veit­ingastaðina Sumac og ÓX árið 2017. Þrá­inn hef­ur verið val­inn kokk­ur árs­ins hér­lend­is, keppt fyr­ir Íslands hönd í Bocu­se d'Or og verið meðlim­ur og þjálf­ari kokka­landsliðs Íslands. 

Miðaust­ur­lensk og afr­ísk mat­ar­gerð hef­ur ávallt heillað Þráin sem hef­ur ferðast víða til að safna hug­mynd­um og efnivið sem svo varð kveikj­an að veit­ingastaðnum, og nú bók­inni. Mat­reiðslu­bók Sumac er í stóru og glæsi­legu broti og er sann­kölluð skyldu­eign ástríðukokka.

Þráinn Freyr Vigfússon.
Þrá­inn Freyr Vig­fús­son. Ljós­mynd/​Heiðdís Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir
Bókin er uppseld hjá útgefanda og víða í verslunum.
Bók­in er uppseld hjá út­gef­anda og víða í versl­un­um. Ljós­mynd/​Heiðdís Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert