Hvað tekur langan tíma að þíða kalkún?

Vel heppnaður kalkúnn á aðfangadag slær mörgu öðru út af …
Vel heppnaður kalkúnn á aðfangadag slær mörgu öðru út af borðinu. mbl.is/Getty Images

Það er gott að hafa tímann fyrir sér þegar kemur að jólamatnum, því það getur verið vandræðalegt að eiga eftir að þíða kalkúninn á Þorláksmessukvöld. Það eru líka nokkur atriði sem ber að varast þegar þú matreiðir kalkún, og betra er að gefa fuglinum smá tíma í undirbúningi áður en þú stingur honum inn í ofn.

Svona er best að affrysta kalkún

  • Ef fuglinn kemur ekki með nákvæmum leiðbeiningum á umbúðum, þá er góð þumaputtaregla að kalkúnn þarf 12 klukkustundir á hvert kíló sem hann vegur. Ef kalkúnninn þinn er t.d. tvö og hálft kíló þá mun það taka um einn og hálfan sólarhring að þíða hann.
  • Best er að þíða kalkún í ísskápnum, þar sem þú getur stjórnað hitastiginu í skápnum.
  • Setjið fuglinn í nægilega stórt fat inn í ísskáp til að vökvinn sem þiðnar fari beint þar ofan í en leki ekki út um allt. Ef vökvi sullast til ber að þrífa vel á eftir.
  • Bringa fuglsins á að vera vel mjúk, sé kalkúnninn þiðinn.
  • Stingið hitamæli í kalkúninn til að ganga úr skugga um að hann sé laus við allt frost. Sé kalkúnninn í mínusgráðum er hann enn frosinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka