Bókaormur sameinar lestur og bakstur

Lauren Farrell elskar góðar bækur, en hún elskar líka að …
Lauren Farrell elskar góðar bækur, en hún elskar líka að baka. Og þá bakar hún einna helst bókakápuna sem hún er að lesa hverju sinni. Mbl.is/ Lauren Farrell / SWNS

Góð bók er von­andi eitt­hvað sem flest­ir sáu und­ir jóla­trénu í ár. Og þegar þú get­ur sam­einað það besta í líf­inu – þá verður út­kom­an nokk­urn veg­inn svona.

Bóka­orm­ur­inn Lauren Far­rell er 29 ára göm­ul og hef­ur síðustu fjög­ur árin verið að æfa sig í að baka kök­ur sem eru eft­ir­mynd af upp­á­halds­bók­un­um henn­ar. Áhug­inn spratt út frá því að hún færði vin­um sín­um í bóka­klúbbn­um litl­ar kex­kök­ur og ákvað að syk­ur­skreyta þær eins og bók­ar­káp­ur.

Eft­ir það varð ekki aft­ur snúið, því Lauren hef­ur hvorki hætt að lesa né baka síðan þá. Hún bakaði til að mynda kök­ur sem líkt­ust öll­um tólf bók­un­um sem klúbbur­inn las á síðasta ári svo eitt­hvað sé nefnt. Mynd­ir af kök­un­um hafa farið víða um net­heim­ana eins og við er að bú­ast. Og hafa höf­und­ar bók­anna deilt skoðunum sín­um á list­ræn­um bakstr­in­um  og hafa ekk­ert nema já­kvætt um kök­urn­ar að segja.

Fínt að fá hugmyndir að nýjum bókum í sykurhúðuðum stíl.
Fínt að fá hug­mynd­ir að nýj­um bók­um í syk­ur­húðuðum stíl. Mbl.is/ Lauren Far­rell / SWNS
Mbl.is/ Lauren Far­rell / SWNS
Mbl.is/ Lauren Far­rell / SWNS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert