Við elskum góð ilmkerti, en ilmkerti finnast í mörgum útgáfum – þá bæði í stærðum og ilmi. Hér eru nokkur góð ráð um hvernig þú heldur lífinu lengur í kertinu þínu.
Veldu rétta kertið
Með minni kerti er einn kveikur nóg, en eftir því sem kertið verður stærra skaltu velja kerti með allt að fjórum kveikjum – þannig kemur þú í veg fyrir að það myndist hola í miðju kertinu.
Passaðu staðsetninguna
Stillið kertinu þar sem það hallast ekki – passið að kertin séu alltaf á jöfnu yfirborði og fjarri öllum gegnumtrekk.
Brenndu kertið jafnt
Samkvæmt kertasérfræðingum er best að brenna ilmkertin í mest fjóra tíma í einu. Ef þú brennir kertið kertið lengur er hætta á að það missi ilminn hraðar. Og alltaf skal brenna kertin þannig að það búi til „jafna laug“, til að sporna við að hola myndist. Samkvæmt candles.org ættu kerti að brenna í eina klukkustund fyrir hverja 2,5 sentimetra í þvermál.
Hafðu góða loftræstingu í herberginu
Passaðu loftræstinguna í rýminu, þó að þú viljir ekki staðsetja kerti nálægt opnum glugga eða viftu. Í góðu loftræstu rými nær ilmurinn að dreifast betur um húsið.
Leyfðu kertinu að kólna
Gott er að leyfa kertinu að kólna áður en þú kveikir á því aftur. Það tekur um tvo tíma fyrir kertið að kólna.
Notaðu kertaglasið
Þegar kertið hefur skilað sínu á heimilinu er óþarfi að henda kertaglasinu sjálfu því mörg ilmkertanna eru í fallegum kertaglösum sem má nota undir bómull, förðunarbursta eða jafnvel penna.