Geggjuð og fersk fetaídýfa

Stórkostleg fetaídýfa með fersku grænmeti.
Stórkostleg fetaídýfa með fersku grænmeti. mbl.is/Delish

Góðar ídýf­ur eru ómiss­andi þegar við vilj­um gera okk­ur glaðan dag. Þessi út­gáfa er ein­stak­lega fersk og bragðgóð og hent­ar við hvert tæki­færi – sófa­kúr yfir bíó­mynd eða í sauma­klúbb­inn.

Geggjuð og fersk fetaídýfa

Vista Prenta

Geggjuð og fersk fetaí­dýfa

  • Feta­ost­ur
  • 1 bolli grísk jóg­úrt
  • 220 g rjóma­ost­ur
  • ¼ bolli ólífu­olía
  • Safi og raspaður börk­ur af sítr­ónu
  • Kos­her salt
  • Red pepp­er flakes
  • 2 msk smátt saxað dill, plús aðeins meira til skrauts
  • ½ bolli gúrka, smátt söxuð
  • ½ bolli cherry tóm­at­ar, skorn­ir til helm­inga
  • Flög­ur eða kex til að bera fram með

Aðferð:

  1. Setjið sam­an í skál, feta­ost, gríska jóg­úrt, rjóma­ost, ólífu­olíu, sítr­ónusafa og raspaðan börk. Pískið með þeyt­ara þar til bland­an verður létt í sér. Kryddið með salti og rauðum pipar­flög­um og bætið dill­inu sam­an við.
  2. Setjið ídýf­una í skál og toppið með gúrku, tómöt­um, dill og dreypið í lok­in smá ólífu­olíu yfir.
  3. Berið fram með flög­um eða kexi.

Upp­skrift: Del­ish

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert