Sturlaðar staðreyndir um mat

Dýrasta pítsa heims kostar rétt um 1,5 milljónir króna.
Dýrasta pítsa heims kostar rétt um 1,5 milljónir króna. mbl.is/Pinterest

Við höf­um lúmskt gam­an af fá­nýt­um fróðleik – þá sér­stak­lega þegar hann snýr að mat. Hér eru nokkr­ar sturlaðar staðreynd­ir um mat­væli í heim­in­um.

Dýr­asta pítsa heims kost­ar 1,5 millj­ón­ir króna. Og ástæðan er sú að það tek­ur um 72 klukku­stund­ir og þrjá ít­alska kokka að græja hana. Á pítsunni má finna þrjár gerðir af kaví­ar, buffalo-mozzar­ella, hum­ar frá Nor­egi og cilento ásamt áströlsku sjáv­ar­salti.

Ranch dress­ing geym­ir litar­efni. Eitt af hrá­efn­un­um í dress­ing­unni er tít­an­íumdíoxíð, sem er notað til að gera sós­una hvít­ari. Og sama efni er notað í sól­ar­vörn og máln­ingu.

Einn ham­borg­ari get­ur komið frá allt að 100 naut­grip­um. Þetta hljóm­ar brjálæðis­lega, en nauta­hakkið sem er notað á skyndi­bita­stöðum og í mat­vöru­versl­un­um er oft fram­leitt úr vöðvavefj­um og þá alls ekki úr ein­um sak­laus­um naut­grip.

Litlu göt­in í kexi gegna hlut­verki. Hol­urn­ar sem við sjá­um í kexi koma í veg fyr­ir að loft mynd­ist í kex­inu er það bak­ast, sem get­ur eyðilagt kexið.

Hvítt súkkulaði er í raun ekki súkkulaði. Það er blanda af sykri, mjólk, vanillu, lesitíni og kakós­mjöri.

Kex er verra fyr­ir tenn­urn­ar en syk­ur. Sýra er aðal­or­sök tann­skemmda en ekki syk­ur. Og kex hef­ur þá til­hneig­ingu að fest­ast við tenn­urn­ar sem end­ar með því að verða gróðrar­stía fyr­ir bakt­erí­ur.

Ost­ar eru mest stolna mat­var­an í heim­in­um. Um 4% af öll­um ost­um í heim­in­um eru stoln­ir, og það finn­ast svart­ir markaðir fyr­ir osta þarna úti.

McDon­ald’s sel­ur 2,5 bill­jón­ir ham­borg­ara á hverju ári. Sem sam­svar­ar um 75 ham­borg­ur­um á hverri sek­úndu, dag­lega. Eða rétt um 6,5 millj­ón­um ham­borg­ara á hverj­um degi.

Litlu götin í kexkökum eru þar af mjög góðri ástæðu.
Litlu göt­in í kex­kök­um eru þar af mjög góðri ástæðu. mbl.is/​Pin­t­erest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka