Rannsókn hefur leitt í ljós að leturgerð matseðla hefur mikil áhrif á val okkar, hvaða rétti við endum á að panta.
Við getum verið sammála um að lengd matseðla sé mikilvæg. Of stuttir matseðlar bjóða ekki upp á nægilega möguleika og of langir geta valdið kvíða yfir því hvað við eigum að velja. En nýleg rannsókn hefur leitt í ljós að leturgerðin á matseðlinum hefur einnig áhrif á val okkar á réttum og jafnvel skoðun okkkar á veitingastaðnum sjálfum.
Stephanie Liu, lektor í neytendavísindum í háskólanum í Ohio, hefur rannsakað leturgerðir matseðla. Niðurstöður rannsóknarinnar segja okkur að handskrifaðir matseðlar höfði betur til fólks - og því ófullkomnari skrift, því vinsælla. Jafnvel svo vinsælt að almenningur var oftar vís til að deila myndum af matseðlinum á samfélagsmiðlum. Handskrift er á persónulegri nótunum og meiri hlýja skín þar í gegn. Stephanie Liu heldur því þó fram að handskrifaðir matseðlar geti ekki átt við „ódýrar“ skyndibitakeðjur, þar sem stemningin er allt önnur inni á slíkum stöðum.