Litirnir sem þú átt að mála eldhúsið í

Litir hafa mikið um það að segja, hvernig þér líður …
Litir hafa mikið um það að segja, hvernig þér líður á heimilinu. mbl.is/Getty Images

Sam­kvæmt fornri kenn­ingu Feng Shui um inn­an­húss­hönn­un og arki­tekt­úr eru lit­ir einnig mik­il­væg­ur þátt­ur í al­mennri vellíðan og ró á inni á heim­il­inu og þar er eld­húsið eng­in und­an­tekn­ing.

Flest ís­lensk heim­ili eru máluð í ljós­um lit­um, þó að aðrir lit­ir hafi verið að færa sig upp á skaftið. Lit­ir geta nefni­lega haft mik­il áhrif á það hvernig þér líður. Næst þegar þú hef­ur hug á að taka upp pensil­inn og mála skaltu taka mið af því hvaða stemn­ingu og orku þú vilt ná í rým­inu.

App­el­sínu­gul­ur er örv­andi fyr­ir bragðlauk­ana. Eins er lit­ur­inn til­val­inn þar sem þú vilt eiga góðar stund­ir með vin­um og þínum nán­ustu, til dæm­is í eld­hús­inu eða borðstof­unni. Í rým­um sem máluð eru í þess­um lit þykir fólki það vera vel­komið og líður vel.

Grænn þykir al­mennt ró­andi lit­ur og á sama tíma er hann hvetj­andi. Hann þykir þægi­leg­ur að horfa á og veit­ir af­slapp­andi orku í rým­inu. Grænn er góður lit­ur í þau rými þar sem þú vilt ná góðri slök­un og hafa það huggu­legt. Grænn pass­ar því einnig inn í eld­hús eins og app­el­sínu­gul­ur – og eins er græni lit­ur­inn æðis­leg­ur í svefn­her­bergið.

Brúnn og jarðlit­ir minna okk­ur á nátt­úr­una – tré, leður, súkkulaði og kaffi. Og þar með ró­leg­heit, af­slöpp­un og frí­tíma. Þessa liti skaltu velja í stof­una eða svefn­her­bergið, þar sem þú kýst 100% kósí­heit.

Gul­ur er bjart­ur og sum­ar­leg­ur lit­ur og sam­kvæmt Feng Shui er gul­ur upp­lífg­andi og örv­andi lit­ur. Gul­ur örv­ar tauga­kerfið og skerp­ir huga og ein­beit­ingu, og þar fyr­ir utan ýtir hann und­ir já­kvæðni. Lit­ur­inn hent­ar því vel í eld­hús eða á heima­skrif­stof­una – þar sem þú vilt vera skap­andi og með ein­beit­ing­una í lagi.

Blár er full­kom­inn í svefn­her­bergið eða inn á bað, því lit­ur­inn skap­ar ró­andi stemn­ingu – rétt eins og þú ligg­ir úti und­ir ber­um himni.

Bleik­ur og fjólu-tón­ar þykja róm­an­tísk­ir og kven­leg­ir lit­ir. En þeir eru líka ró­andi og því frá­bær­ir í svefn­her­bergið.

Rauður lit­ur öskr­ar á at­hygli, og lit­ur­inn þykir einnig mjög örv­andi. Rauður er ekki lit­ur sem þú vilt mála allt heim­ili þitt með en get­ur komið vel út á ein­um ákveðnum vegg á heim­il­inu  en þá þarf að vanda valið.

Svart­ur er and­stæðan við allt sem er létt og ljóst. Svart­ur get­ur virkað niður­drep­andi á marga en aðrir horfa á lit­inn sem vald­efl­andi. Íhugaðu hvaða áhrif­um þú vilt ná fram með svarta litn­um áður en þú byrj­ar að mála.

Grænn litur hentar vel í svefnherbergið sem og eldhúsið, þar …
Grænn lit­ur hent­ar vel í svefn­her­bergið sem og eld­húsið, þar sem lit­ur­inn er ró­andi og þægi­leg­ur. mbl.is/​Getty
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert