Ben & Jerry's kynnir fyrsta íspinnann

Nýr íspinni frá ísframleiðandanum Ben & Jerry´s.
Nýr íspinni frá ísframleiðandanum Ben & Jerry´s. Mbl.is/Ben & Jerry´s

Ísfram­leiðand­inn Ben & Jerry's hef­ur kynnt nýj­ung á markað sem hef­ur ekki áður sést frá fyr­ir­tæk­inu. Hér erum við að tala um íspinna, en Ben & Jerry's er einna þekkt­ast­ur fyr­ir ís í doll­um.

Vörumerkið er að færa sig í fyrsta sinn yfir í ís á priki og kall­ast afurðin „Peace Pop“. Nýj­ung­in á án efa eft­ir að gleðja aðdá­end­ur sem elska góðan ís. Peace Pop er vanilluís með súkkulaðiflís­um og mótaður eins og peace-merkið í lag­inu. Þar að auki er súkkulaðihjúp­ur utan um ís­inn og köku­deig má finna inni við miðju pinn­ans. Við hér á mat­ar­vefn­um erum fall­in – leyfið okk­ur að smakka!

Nýja afurðin kallast Peace Pop - vanilluís með kökudeigi og …
Nýja afurðin kall­ast Peace Pop - vanilluís með köku­deigi og súkkulaðihjúp. Mbl.is/​Ben & Jerry´s
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert