Eldhús eru alls konar og þetta hér er skemmtilegt – bæði í litavali og hönnun. Eldhús geta nefnilega verið stílhrein og smart þótt þau séu ekki svört eða hvít.
Sans-Arc Studio sá um hönnun þessa fallega eldhúss sem finna má í Ástralíu. Heimilið allt er hannað í mótsögn við það sem þekkist í landinu, eða brún múrsteinshús. Hér var tekið mið af ástríðu viðskiptavinarins á art deco og stíl sem var vinsæll á skemmtiferðaskipum á þriðja tug síðustu aldar.
Til að binda borðstofu og eldhús saman hefur guðdómlegri pastelbleikri terrazzo-morgunverðareyju verið komið fyrir í miðju og bindur þessi tvö rými sem hjarta heimilisins. Eldhúsið sjálft geymir bláa skápa og flísar, ásamt fallegum látúnssmáatriðum – og bogadregnar línur má sjá víða um rýmin, í innréttingum sem gluggum. Blái liturinn og brassið í eldhúsinu heldur síðan áfram inn á baðherbergi þar sem þakgluggi hleypir inn fallegri birtu. Löngum bekk hefur einnig verið komið fyrir undir glugga sem framlengingu á eldhúsinu, þar sem gestir eða húsráðendur geta tyllt sér og notið útirýmisins innan frá – sem er alls ekkert slor.