KFC kynnir tvær nýjar snakktegundir

Tvær nýjar snakktegundir hafa litið dagsins ljós frá KFC.
Tvær nýjar snakktegundir hafa litið dagsins ljós frá KFC. Mbl.is/KFC_Getty

Hér eru góðar frétt­ir kæru djúp­steiktu-kjúk­linga-aðdá­end­ur. Því KFC hef­ur sett tvær nýj­ar snakk­teg­und­ir á markað.

Fræg­asti kjúk­lingastaður heims hef­ur tekið hönd­um sam­an við snakk­fram­leiðand­ann Wal­kers, og út­kom­an er snakk sem hver ein­asti KFC-unn­andi á eft­ir að elska. Bragðteg­und­irn­ar eru ann­ars veg­ar hin upp­runa­lega „Kentucky Fried Chicken flavour“ og hins veg­ar „Dou­ble Crunch Zin­ger flavour“ fyr­ir þá sem vilja aðeins sterk­ara bragð.

Vörumerkja­stjóri Kentucky Fried Chicken seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að þau gætu ekki verið ánægðari með sam­starfið, þar sem tvö vin­sæl vörumerki vinna sam­an og þá geti út­kom­an ekki klikkað.

mbl.is/​Wal­kers
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert