Svölustu nestisumbúðir síðari ára

Ný hugmynd að fjölnota boxum fyrir skyndibitamat.
Ný hugmynd að fjölnota boxum fyrir skyndibitamat. Mbl.is/Render by PriestmanGoode

Til að sporna við notk­un á einnota plasti í skyndi­bitaum­búðir hef­ur verið fund­in lausn til að breyta venj­um neyt­and­ans sem hægt er að end­ur­nýta aft­ur og aft­ur.

Zero er hug­mynd sem bygg­ist á því að neyt­end­ur geti skilað mat­vælaí­lát­um aft­ur á veit­ingastaði þegar keypt­ir eru skyndirétt­ir með heim. Hug­mynd­in er frá Priest­manGoode's sem hafa unnið að henni fyr­ir heims­far­ald­ur­inn. Þeir vilja sjá ílát fram­leidd úr sjálf­bær­um efn­um eins og kakóbauna­skelj­um, myceli­um- og an­an­ashýði – og box­in væru þannig gerð að auðvelt væri að stafla þeim svo að botn­inn á einu boxi yrði að loki fyr­ir annað.

Neyt­and­inn myndi þurfa að borga eitt­hvað smá­veg­is fyr­ir ílát­in á veit­ingastaðnum sem yrði end­ur­greitt þegar þeim er skilað. Þá er hug­mynd­in einnig sú að hægt væri að skila á fleiri en ein­um stað – þegar og ef hug­mynd­in nær að skila sér inn í skyndi­bita­menn­ing­una sem verður fyrr en var­ir því hún er sann­ar­lega góð.

Boxin eru framleidd úr endurunnum kakóbaunaskeljum, mycelium og ananasskeljum.
Box­in eru fram­leidd úr end­urunn­um kakóbauna­skelj­um, myceli­um og an­anasskelj­um. Mbl.is/​Rend­er by Priest­manGoode
Neytandinn borgar litla upphæð þegar hann fær boxin með heim, …
Neyt­and­inn borg­ar litla upp­hæð þegar hann fær box­in með heim, sem hann fær svo end­ur­greitt er hann skil­ar. Mbl.is/​Rend­er by Priest­manGoode
Mbl.is/​Rend­er by Priest­manGoode
Mbl.is/​Rend­er by Priest­manGoode
Mbl.is/​Rend­er by Priest­manGoode
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert